Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 27
IÐUNN
Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
Eftir
prófessor, dr. theol. Em. Linderholm.
|FjTrir nokkru höfðu ýmsir helzlu menn Svia, læröir
menn og leikir, fund með sér á Sigtúnum undir forustu
Nathan Söderblom’s erkibiskups til pess að ræða með sér
trúmál. Ræðum pessum var síðan safnað saman í bók:
Det andliga mitidsláget og kyrkan og vakti hún svo mikla
athygli, er hún kom út, að hún var ckki kölluð annað en
»bókin«. Hér fer á eftir pýðing af merkustu ritgerðinni
eltir dr. Linderholm, er sýnir, hversu bibliurannsóknunum
er komið langt og hversu nýguðfræðingar hugsa sér að
reisa hina »nýju kirkju«|.
I. Trúarástandið.
Þegar við komum fyrst saman á Sigtúnum í fyrra-
haust, féll það við sainræðurnar mér í skaut að tala
um alvarlegasla og viðkvæmasta atriðið í trúmála-
úeilum vorra tíma: um hnignun og hrun hinnar
gömlu kenningar um Krist. Eg hefi ekki heldur í
safnriti þessu viljað skorast undan skyldunni til þess
að segja sannleikann í þessu máli, enda þótt ég viti,
að eftirköstin eftir þetta kunni að verða nógu alvar-
leg fyrir mig persónulega. En það tjáir ekki að taka
tillit til þessa, enda þótt mér íinnist, að einhverjum
öðrum hefði verið nær að gera þetta.
Það sem útheimtist til þessa fyrst og fremst, er
fullkomin sannleiksást og hreinskilni. Án þessa verð-
ur ekki leyst úr trúmáladeilu vorri og er ekki til
neins að hreyfa við henni. Menn verða, og þá eink-
um guðfræðingarnir og preslarnir, að læra að vera