Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 31
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 25
verður enn minni þörf en nú er á guði sem »matar-
bryta«. Það sem tímarnir nú þegar krefjast — og þó
enn meira siðar — af kirkju og guðfræði, það er sú
hjálp, sem menn að réttu inega vænta til þess að
leysa úr trúmálunum.
það er ekki af tilviljun, að svo afar-erfitt reynist
að veita þessa lijálp, og erfiðleikar þessir stafa ekki
af geðþótta eða ótrúmensku einstakra manna, heldur
eiga þeir rót sína að rekja til hinnar miklu andlegu
nýbreytni, sem framleitt heíir nútíðarmenninguna og
gert hana að þvi sem hún er, hæði alment og í sið-
ferðilegu og trúarlegu tilliti.
II. Uppiausn trúarkenninganna.
1. Nýi timinn hefir fyrst og fremst kent oss að at-
huga náttúruna með nýjum hætti, en það hefir haft
í för með sér nýja heimsskoðun, sem þegar hefir náð
töluverðri útbreiðslu. í mótsetningu við heimsskoðun
þá, er ríkti 1 fornöld og á miðöldum, lítur hún svo
á, senr alt sé lögum og orsölcum bundið. Einkum
hafa þó rannsóknir náttúruvísindanna lagt grunninn
að nýrri skoðun á alheiminuin og þó sér í lagi með
þróunarkenningunni rutt þeirri skoðun til rúms, að
alt sem lifs er hér á jörðu hafi þróast hvað fram af
öðru, frá því lægsta til þess æðsta.
En með þessu er meginstoðunum kipt undan hinni
gömlu trúarskoðun manna á alheiminum og niann-
inum, bæði að því er snertir upphaf hans og afdrif.
Það er nú orðið ókleift að líta lengur á sköpunar-
söguna í I. Mósebók 1. kap. sem söguleg sannindi,
að ég Defni nú ekki hina eldri og frumlegri sköpun-
arsögu í 2. kap., enda þótt maður á hinn bóginn
hljóti að kannast við, að frásögnin í 1. kap. beri
vott um töluverða skarpskygni og hugboð um, að
einskonar þróun muni hafa átt sér stað. Og nú geta
nienn ekki lengur trúað því, að sköpun mannsins