Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 35
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
29
trúnni og fornkristninni og frásögnum guðspjallanna
um Jesú. Þó voru ekki allir jafn-trúaðir á slíka hluli
þá, en hitt er víst, að menn nú á tirnuin með þeiin
kynnum, sem þeir hafa af náttúrunni og veruleikan-
um, líta alt öðruvísi á þessar frásagnir en fyrri tima
menn, eru því nær tilneyddir að líta á þær sem
hreinar og beinar helgisagnir; og því hlusta þeir ef
til vill með alvörusvip hið ytra, en hið innra ineð
ósigrandi efablendni, á hvern þann trúarboðskap, er
styður kenningar sínar við slikar helgisagnir.
í augum nútíðarmanna brjóta kraftaverkin ekki
einungis bág við einstök náttúrulögmál, heldur rask-
ar líka, eins og Eucken helir bent á, t. d. fullyrð-
ingin um uppvakningu frá dauðum, gjörvallri nátt-
úruskoðun vorri.. Raunar hafa guðfræðingarnir reynt
að bjarga sér með því að tala um hið innra trúar-
undur, sem ætti að geta átt sér stað eins fyrir það.
En þetta er ekki algerlega ærlegt. Kraftaverkið, eins
og það var skilið til forna, er og verður samkvæmt
hugtaki sínu ekki annað en rifting einhvers ákveðins
náttúrulögmáls. Að vísu er það svo, að margt er
merkilegt og næsta »undravert« í andans heimi, en
jafnvel þar gerir nútiðarmaðurinn frekar ráð fyrir
einhverju óþektu lögmáli en regluleysi, þar sem krafta-
verkið eitt ætti að gefa nægilega skjTringu. Og trú-
uðum mönuum nú á tímuin er það jafnvel hugljúf-
ara að trúa á guð sem forvörð skipulagsins, er hafi
jafnvel sett hinu æðra lííi fastar skorður, hversu
dularfullar sem þær annars kunna að sýnast.
Þetta stendur aftur í nánu sambandi við sálar-
fræði nútímans. Vísindareglur þekkingarfræðinnar og
náttúruvisindanna hafa einnig rutt sér til rúms í
henni, svo að önnur skýring en sú vísindalega er
ekki talin góð og gild á sálarlííi inanna. En þá
missir »undrið« einnig þar hið gamla heimilisfang
sitt, þannig að t. d. óvenjulegt og leyndardómsfult