Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 40
34
Era. Linderholm:
iðunn:
eslca föður, og sjálfur tilbað Jesús hann eins og
aðrir.
Ekki liefir Jesús hehiur gefið neitl í skyn um yfir-
náttúrlegan getnað sinn. Pað er gengið út frá þvf
sem sjálfsögðu bæði af sjáltum honum og öðrum, á
meðan hann er að kenna, að hann sé sonur Jósefs
og Maríu frá Nazaret og að hann sé af Daviðs ætt.
Ekki er vikið einu orði í allri starfsemi hans að
þeim yfirnáttúrlegu hlutum, sem sagt er frá í fæð-
ingarsögunni hjá Matteusi og Lúkasi, en ekki em
nefndir á nafn í hinu eldra og upprunalegra Mark-
úsarguðspjalli. Enda er framkoma Maríu og efasemdir
um Jesúm, svo og ummæli vina hans í Nazaret, er
hann kom þangað fyrst (,hann er ekki með sjálfum
sér.‘ — Mark. 3, 21), óskiljanleg og alveg út í ]oflið„
enda þótt ekki hefðu gerst nema hin ijtri tákn við
fæðingu hans í Betlehem.
Frásögnin um yfirnáttúrlegan getnað Jesú er áreið-
anlega seinni tíma helgisögn, sem hvorki hefir staðið
í sarnslæðu guðspjöllunuin í hinni upprunalegu mynd
þeirra né heldur í Jóhannesar guðspjalli. í tveimur
nýfundnum, mjög fornum sýrlenzkuin lextum, svo
og í sjö elztu latnesku textunum, er orðhljóðunin,
þar sein ætt Je?ú er rakin — og að rekja hana til
Davíðs helði verið meiningarlausl, ef Jesús hefði
verið getinn á yfirnáttúrlegan hátt — eldri en í Matt.
1, 10. Þar stendur: ,og Jakob gat Jósef, mann Maríu*
en af henni fæddist Jesús, sem kallast Ivristur*. En í
eldri, sýrlenzka textanum slendur: ,Jakob gat Jósef,
og Jósef, sem ungfrú María var föstnuð, gat Jesúm.'
Matteusar gnðspjaltið hefir þvi upprunalega talið fœð-
ingu Jesú og getnað náttúrlegan, eins og raunar má
líka sjá á 20. versi í sama kap., þótt það sé ekki
staðfest fojusteradj, þar sem María er talin lcona
Jósefs, enda gengu lærisveiuarnir í trú sinni á Jesúm
út frá þessu sem sjálfsögðu.