Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 42
3G
Em. Linderholm:
IÐUNN
frúfæðingunni fram, var þetta ekki annað en rökrétt
ályktun.
En hafi nú ekki einu sinni Páll posluli haldið
fram hinum yfirnáttúrlega getnaði Jesú, í hverju er
þá hans trú og kenningar um Krist frábrugðnar eigin
vitnisburði Jesú og boðskapi? í þessu, að Páll, hvort
sem hann hefir orðið fyrstur til þess eða ekki, flutti
Messíasar-hugmynd Síðgyðingdómsins yfir á Jesúm,
bæði sakir vitrunar sinnar á leiðinni til Damaskus
og sinnar föstu trúar á upprisu og himnaför Jesú;
heldur hann því þess vegna fram, að Jesús hafi
fengið alt vald á hirnni og jörðu og sé settur til þess
að dæma lifendur og dauða (sbr. I. Kor. 15). Lík-
legast er það fyrir hellenistisk áhrif, að Páll heiir gef-
ið hinum upprisna ,Kyrios‘-nafnið eða Drottins-nafn-
ið, þvi að ísraelsmenn og Gyðingar nefndu Jahve eða
Guð einan því nafni, og af sömu áslæðum nefnir
hann Jesúm líklegast »Guðs son« ekki einungis í sið-
ferðilegri og trúarlegri merkingu, heldur og í yfir-
náltúrlegri merkingu orðsins. En af þeim skilningi
leiðir, að Jesús hefir hlotið að vera til áður, eins og
gefið er í skyn í Filippíbréfinu (2, 7). Áður en Jesús
tók á sig »þjónsmyndina« og varð maður, en fyrir
því er ekki gerð nein nánari grein, hefir hann verið
til í guðdómlegri mynd. En hann »afklæddist henni«,
er hann varð maður, af fúsum vilja, til þess að end-
urleysa mennina, en »fyrir því hefir og Guð hátt upp
hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni
er æðra«. (Fil. 2, 9). Á þessum trúargrundvelli Páls
rís svo 4. guðspjallið, Jóhannesar guðspjall, með kenn-
ingunni um »orðið« (Logos), sem var frá eilífð til
eilífðar.
En alt þetla fól í sér, eins og hver maður getur
skilið, djúptæka og rótnæma breytingu á hinum upp-
runalega og mjög svo óbrotna boðskap Jesú. Hann
snerti ekki svo mjög sjálfan hann sem Guð og Guðs-