Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 45
iÐCNN Frá kreddutrúuni til fagnaðarerindisins. 39
um anda frá eilífð til eilífðare, eins og segir í tón-
‘faæninni fyrir 1. sunnudag í Aðventu.
Á þessum nýja grundveili, er var algerlega ólíkur
grundvelli þeim, sem fagnaðarerindið hafði hvílt á,
þróuðust nú trúar- og guðfræði-hugmyndirnar innan
kirkjunnar og urðu þær æ flóknari og fjölbreyttari;
en þetta var í samræmi við alla lífsskoðuti ntanna
•og menningu og í raun réttri alveg rökrétt afleiðing
af stefnu þeirri, sem tekin hafði verið. Þetta var hið
langa tímabil vaxandi trúar-samruna og hélzt alt
fram að hinum miklu siðaskiftum, sem kend eru við
'Lúlher.
Eins og ég hefi sýnt fram á í bókinni: Re/ormalion
og várldsutveckling (bls. 272 o. s.), ber sagan undir
iok iniðaldanna þess Ijósan vott, hversu reynt var
með öllu móti að draga úr og gera að engu dóm-
-greind manna, heilbrigða skynsemi þeirra og skyn á
veruleikann; voru menn í þess stað leiddir inn í
heima allskonar hindurvitna og ímyndana. En er
menn hugleiða ástandið eins og það þá var, færir
það þeim betur en nokkuð annað heim sanninn um,
hversu mikil nauðsyn var á nýrri menningu, er hvíldi
á skynsamlegri, raunsærri og athugulli rannsókn og
túlkun veruleikans i nátlúrunni, sálarlífi manna og
sögunni, ef ekki öll Vesturlanda-menningin átti að
ienda í tómum hindurvitnum og fullkomnu andlegu
myrkri. Þar sjáum vér betur en nokkursstaðar ann-
arsstaðar, að það var fullkomin nauðsyn á að skapa
sér nýjan jarðveg, heilbrigðari bæði fyrir trúna og
kristilegt líferni. Og þrátt fyrir alla þá ágalla, sem á
henni kunna að vera, var það einmitt nýtízku-menn-
ingin, sem bjó kristnu trúnni heilbrigðari andlegan
jarðveg.
Ef sérstaklega er litið á trúarástandið undir lok
vniðalda (sbr. sama rit, bls. 282 o. s.), kemur nauð-
syn þessi glögt i ljós. Það sem brýnust þörf var á