Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 47
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
41
arinnar og ekki lieldur neinn af forkólfum réttlrún-
aðarstefnunnar hjá gamal-protestöntum, en fram und-
an og í framtíðinni lá hið mikla inarkmið ng-prote-
stanta: að reyna að losna úr hnyðjum hinnar gömlu
kreddu um guðdóm Iírists og við þrenningarlærdóm-
inn og hverfa svo aftur — með því að fara fram
bjá Páli — til hins einfalda fagnaðarerindis Jesú og
reyna að iinna því stað innan vébanda hinnar nýju
tnenningar og nýju heimsskoðunar.
Fram til þessa marks, að gera krislindóminn bæði
dýpri og einfaldari, hefir nútiðin og ný-protestant-
isminn stefnt nú í meira en 2 aldir í hinni miklu
trúarlegu þróun sinni. Alt hið mikla trúarlega sjálf-
stæði á síðari tímum stefnir að því að losna úr
höfturn kreddutrúarinnar, um leið og trúartilfinningin
grefur sér dýpri i'arveg hið innra til beins samneytis
við Guð og brýtur sér þannig braut til nýrrar trúar-
reynslu, sem er óháðari ýmsum trúartáknum, játn-
ingum og siðum en hin eldri trú. Það er nýguðfræð-
in, sem með rannsóknum sínum á ritningunni og
trúarkenningunum hefir stuðlað mest að því að gera
trúna dýpri og einfaldari; víssvitandi og að yfirlögðu
ráði helir hún bent mönnum á kjarnann í trúarboð-
skap Jesú, svo og á hið varanlegasla i kenningum
þeim, sem liann tók í arf hjá spámönnunum og
Gyðingdóminuin, þótt raunar þelta starf nýguðfræð-
iunar hafi hingað til verið fremur neikvætt en já-
kvætl, að svo miklu leyli sem það heíir síður beinst
að því að búa lil nýja samstæðiiega trúarskoðun og
trúarkenningu á grundvelli þeim, sem fagnaðarerind-
ið á að hvíla á innan liinnar nýju heimsskoðunar
Og nýju menningar.
Ennfremúr hafa, eins og þegar hefir verið bent á,
náttúruvísindi, raunsæ heimspeki og sögulegar rann-
sóknir óbeint unnið að þessari nýju hreyiingu og
þessari stefnubreytingu innan proteslantismans með