Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 48
42
Em. Linderholm:
ÍÐUNN
þvf, að leysa upp þau heimspekilegu, sálfræðilegu og
sögulegu skilyrði, sem hin gamla trúarskoðun hvíldi
á og þannig að sundra heimsmynd þeirri, sem bæði
katólskan og siðbótin tengdu trúarhugmyndir sínar
við.
Alt þelta, sem nú á tímum er orðið að viðfangs-
efnum trúar og vísinda, var Lúther gjörókunnugt
um. Þess vegna er ekki unt, eins og þó hin ríkjandi
ný-lúlherska guðfræði við háskóla vora er að rejma
að gjöra, að leysa úr vandamálum trúarinnar og guð-
fræðinnar með því, aö hverfa aftur til hins sögulega
Lúthers, enda þótt hann sé túlkaður á nútíðarvísu.
Trúarhugmyndum lians var ait öðruvísi farið en
trúarhugmyndum vorra tíma, — voru þær hvergi
nærri jafn-róttækar og þær. Honum og samtíðar-
mönnum hans var mest um þetta hugað: hvernig á
ég að ávinna inér miskunn guðs og fyrirgefningu?
En að þessu spyrjum vér ekki nú sérstaklega, heldur
fyrst og fremst: Er nokkur æðri veruleiki til? —
Er nokkur Guð til? — Og ef svo er, hverskonar
staðreyndir eru það þá i þessari, að því er virðist,
tilgangslausu tilveru, sem sannfæra oss uin lilveru
hans og gefa sögunni og lífinu og orsakarásinni í
heiminum einhvern tilgang? Nú er ekki lengur verið
að spyrja um sérstök trúaratriði, heldur um grund-
vallar-alriði trúarinnar og kristindómsins. Getuin vér,
samkvæmt guðspjöllunum, haldið áfram að trúa á
Guð og eilíft líf og á liið óendanlega verðinæti manns-
sálarinnar, Iíkt og Jesús liæði trúði og kendi? Ætli
það sé rélt að reyna að lifa lífi hans og feta í fót-
spor hans? —
Þetla er aðal-spurningin. Alt hilt eru meira eða
minna auvirðileg auka-atriði. Og vér verðutn sjálfir
að reyna að leysa úr þessari spurningu, og það sem
fyrst, eftir beztu getu og bezlu samvizku og án nokk-
urs hyks eða óhreinskilni.