Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 49
'íðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðareriudisins.
43
111. Á leið til fagnaðarerindisins.
Svona er nú ástandið. Og hvað ber oss þá að gera?
Fyrst og fremst verðum vér, eins og þegar er sagt,
að vera fullkomlega hreinskilnir og segja ekki sitt-
hvað sitt í hverju orðinu. Og vér verðum að vera
fastráðnir i að fórna öllu því, sem sannleikans vegna
verður að falla. Vér verðum að hverfa aftur til fagn-
aðarerindisins og reyna að fetla höfuðatriði þess inn
'i heim þann, sem vér nú lifum í. En er vér hverf-
um aftur til hins óbrotna boðskapar Jesú, þá liggur
í augum uppi, að það er ekki í hinni gömlu biblíu-
trúar merkingu, því að það mundi einnig tákna
afturför í menningarlegum skilningi. Það væri ófært.
Vér getum ekki álitið, að alt það í guðspjöliunum,
sem nú að eins heíir trúarsögulega og menningar-
sögulega þýðingu, hafi nokkurt trúarlegt gildi. Vér
getum ekki haldið nema því einu, sem er talið að
hafa ævarandi siðferðilegt og trúarlegt gildi, er talið
heilagt og ómissandi af hverjum fullþroska, sann-
mentuðum og siðvöndum trúuðum manni. En þetta
snundi í öllu verulegu samsvara hinni miklu sið-
ferðilegu og trúarlegu meginhugsun í fagnaðarerindi
Jesú um Guð og Guðsríkið og því, sem bezt er og
göfugast í kenningum spámannanna og Gyðingdóms-
rns, eins og það lítur út eftir sögulega skírskoðun.
En þá mundi það lika sýna sig, að það er ólíku
léttara að koma hinu óbrotna íagnaðarerindi Jesú
heim við heimsskoðun vora en gömlu kreddutrúnni.
Enda verður maður þess var dögunum oftar hjá
mönnum nú á tímum, að þótt þeir geti ekki stund-
inni lengur fest hugann við gömlu trúna, kenning-
úna um guðdóm Krists og þrenningarlærdóminn, þá
■eru þeir fullir lotningar fyrir hinni miklu, mannlegu
persónu Jesú og hinni óbrolnu, en háleitu kenningu