Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 50
44
Em. Linderliolm:
IÐUNNS
hans. Kennir þessa jafnvel í ríkisþinginu sænska
[sem annars ekki er talið neitt guðrækilega sinnaðj..
Þeim, sem þannig viija hverfa aftur til fagnaðar-
erindis Jesú, hlýtur auðvitað að sárna það, að litið
skuli á slíkt afturhvarf sem hættulega trúarvillu, og
að það í augum flestra hinna gamaltrúuðu skuli líta
út sem hrein og bein afneitun á kristinni trú. Og
þeim virðist það í mesla máta undarlegt, að menn,
sem annars halda því fram, að Jesús ætti að vera
hverjuin kristnum manni æðsti trúarleiðtoginn, skuli
þó selja kenningar hans skör lægra en kenningar Páls.
og kirkjutrúna. En þelta stafar af því, að þeir þekkja
ekki boðskap Jesú, á meðan þeir Iesa hann í ljósi
kirkjutrúarinnar og kenninga frumkristninnar um
guðdóm hans; en þessar kenningar höfðu þegar áhrif
á guðspjöllin. Og þessu verður ekki í móti mælt^
sagan sýnir, að kristindómurinn varð snemina alt
annað en það, sem í guðspjöllunum stendur.- Eins
vísl er það, að hin ný-protestanliska þróun, sem nú
á sér stað á grundvelli siðbótartímanna, er í insla
eðli sinu látlaust afturhvarf frá kirkjutrúnni og kenn-
ingum Páls postula lil fagnaðarerindis Jesú, til anda
þess, sem í því býr, og til afleiðinga þeirra, sem það
á að hafa á breytni manna í þessum heimi og þeirri
menningu, sem vér nú eigum við að búa. Og þó er
ekki enn búið að slíga síðasta skreíið, hvorki í guð-
fræðilegu og þó enn síður í trúarlegu tilliti. En vér
erum að því komnir; og ég skal nú eftir þessa sögu-
legu lýsingu, sem á undan er gengin, reyna að lýsa
því, og þó einungis sem persónulegri játningu minni,.
í hverju ég álít að fagnaðarerindið sé fólgið og hvern-
ig vér ættum að reyna að koma þ.ví lieim við nútíð-
ar-skoðanir vorar.
Ég ætia mér ekki að fara að færa nýjar vísinda-
legar sannanir fyrir trúnni, því að bæði er það
ómögulegt og líka óþarft. Pó liefir mannsandinn ái