Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 51
íðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 45
öllum tímum, líklegast af lönguninni til þess að finna
samhengið og eininguna, reynt að koma trú sinni í
samræmi við þekking sína og menningu. í*etta var nú
einkar-létt í gamla daga. En þótt það með hinni
nýju menning vorri sé orðið óumræðilega mikið örð-
ugra, verður ekki hjá því komist, svo framarlega
sem kristindómurinn á að halda áfram að vera trú
menningarþjóða. það á ekki að binda kristna trú
eða kenningar liennar við eldri skoðanir manna á
heiminum, manninum eða sögunni, enda þótt þessar
skoðanir hafi verið helgaðar af trúnni eða jafnvel af
orðum ritningarinnar. Vér verðum að spyrja oss
þeirrar spurningar, hvort trúrækni og trúarlegt hug-
arfar sé ekki jafn-samrýmanlegt liinni nýju vísinda-
'legu lieimsskoðun, þó ekki svo að skilja sem hún
eigi að sanna trúna, heldur á að eins að reyna að
sýna, að uut sé að koma trúuni lieim við veruleik-
ann, eins og vér nú lítum á hann. Trúin verður að
kynnast lífsskilyrðum sínum, hún verður að þekkja
takmörk sín og vita, hvar hún á heima og hvaða
hlutverk henni er ætlað í tilverunni.
Ekki er það heldur ætlun mín að fara að berjast
“fyrir nýrri skynsemistrú á gamla vísu, með því að
fækka sem mest »örðugleikunum« við trúna. Ég
kannast fyllilega við hið sögulega gildi skynsemis-
trúarinnar; en ég hjrgg þó, að dagar hennar séu
taldir bæði sem guðfræði og trúar. Eg þekki enga
trú án ýmisskonar örðugleika. Jafnvel þótt menn
hverfi algerlega aftur til fagnaðarerindis Jesú, verður
þó einn aðal-örðugleiki trúarinnar eftir: sannfæring-
in um. að Guð sé til og að til sé einhver æðri til-
vera. Ég ætla þó alls ekki að fara að ráðast á hinn
mikla leyndardóm lifsins og tilverunnar. Eg hefi alt
eins djúpa lotningu fyrir honum og hver hinna »rétt-
trúuðu« og hugsa, að það sé einmitt tilvera þessa
leyndardóms, er geri líf vort svo heillandi og, að því