Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 52
46
Eru. Linderholm;
IÐUNM-
er vhðist, svo afdrifaríkt. En ég beygi mig alls ekki
fyrir leynibruggi því með Irúarkenningarnar, sem
sagan greinir frá, eða fyrir heilaspuna þeim, sem af;
þeim liefir leitt og ekki á sér neinar rætur í veru-
lega sönnu trúarlííi og verður því ekki að öðru en
kynlegum lielgisagnavef. Legndardómar og legnibrugg
eru silt hvað. Og að því er liið síðara snertir eiga
bæði gagnrýni manna og trúarlíf fullkominn rétt á
sér; — það er synd á móli bæði Guði og samvizk-
unni að halda öðru fram.
Ég bugsa, að við verðnm að vera hvorttveggja í
senn, bæði íhaldssamari og róttækari en hin frjáls—
lynda guðfræði hefir veiið yíirleitt. Svo hefir þetta
verið við hverja mikla siðbót: siðbótamennirnir hafa<
verið að sumu leyti mjög róttækir og að sumu leyti
mjög íhaldssamir. Og þannig hygg ég, að vér nú
verðum að fara að: vera guðfræðilega róltækir, en
trúarlega ihaldssamir — þar sem um aðalatriðin er
að ræða. Gömlu trúarkenningarnar og gamla guð-
fræðin hafa nú lifað sitt fegursta; en sama máli er
ekki að gegna um liið gamla, djúpa og viðkvæma--
trúarlíf, sem lifði og hrærðist innan þessara hrörlegu
skíðgarða og vissulega mun geta flutt búferlum inn
í ný og veglegri heimkynni. lig get ekki viður-
kent hugmyndir Páls postula um guðdóm Krists-
en ég viðurkenni fyllilega hinn mikla trúar-
innileik hans, hinn volduga guðmóð hans, sann-
læringu hans um tilveru Guðs og hinn brennandi-
kærleik hans og fórnfýsi; alt þetta er dýrmælt og
ómissandi. Það sem er fegurst og dýpst í guðhræðslu
hans og kirkjunnar á öllum öldum er kristinkærleik-
urinn og hið kristilega liugarfar. En ég get ekki séð,.
að við þurfum að týna neinu niður af þessum kær-
leik eða þessu hugarfari, þótt vér nií gefum Guðh
það, sem Kristi var gefið, og gerum það nú fyrir-