Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 54
48
Em. Linderliolm:
IÐUNN
kenna, að vér trúum ekki lengur á kraftaverkið'hvorki
í lífi voru né í náltúrunni. Wert á mófi munu nú
fleslir kristnir menn áfellast þær trúarlireyfingar, sein
starfa enn líkt og í frumkristninni með trúnni á
kraftaverkin. Vér sækjum lækna við sjúkdómum vor-
um og reynum ekki lengur að vekja menn frá dauðum
né heldur að ganga á valninu eða því um líkt. Trú vor
liefir að þessu leyti breyzt í raunverulegum atriðum.
Menn þora að eins ekki að láta þetta uppi við sjálfa
sig og aðra. En að trúa á það, að kraftaverkin haíi
gerst á dögum Jesú en ekki nú, í því felst ósam-
ræmi, sem ekki er unt að halda fram til lengdar.
Þá er það einnig gömul biblíutrú, að Guð hafi
skapað heiminn og komið honum í faslar, lögbundn-
ar skorður. Af því ætti að leiða, að Guð ríki ekki
og sljórni honum með því að upphefja við og við
með kraftaverkum skipulag það, sein hann liefir sett,
heldur með því að halda því við. Og mér finst það
vera eitt af grundvallaratriðum trúarinnar, að hún
sætti sig við hin ytri lífskjör andlega lífsins, er heyra
þessari tilveru til, — að hún reyni að sjá Guðs heilaga
vilja í þeim, þrált fyrir kæruleysi það fyrir óskum
trúarinnar, sem náttúrulögmálin virðast bera volt um.
Vér verðum einnig að gera oss grein fyrir þeirri
spurningu, hvaða trúarlegt gildi slík trú á kraftaverk geti
haft. Segjum, að ég gæti uppvakið mann frá dauð-
um og látið hann lifa nokkur ár. Hvað væri unnið
við það? Fyrr eða siðar hlyti hann þó að Iúta ægi-
valdi dauðans. Jesús hefir naumast verið þessi umferð-
ar kynjalæknir, sem helgisögnin hefir úr honum gert;
gelur meira en verið að hann hafi hjálpað einslök-
um mönnum við og við, er voru viðtækilegir fyrir
hughrifum. Jesús hefir meira að segja sjálfur í lík-
ingunni um ríka manninn og Lazarus dregið greipi-
lega úr gildi upprisu-trúarinnar, þar sein hann segir:
»Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu