Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 57
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaöarerindisins. 51
linnandi afleiöingum syndafallsins, hefir altaf reynst
mönnum erfiður ásteytingarsteinn og óhjákvæmileg
hneykslunarhella. Pað eru svo miklir gallar á þess-
ari kenningu, að hún er tæplega samrýmanleg nokk-
urri æðri guðshugmynd.
Ég sé ekki betur en að unt sé að tengja miklu
fegurri og dýpri kristilega kenningu við hugmyndir
þróunarkenningarinnar um uppruna mannsins. Yfir-
leitt virðist mér ekki nein hugmynd vera eins not-
hæf í trúarlegu tilliti eins og þróunarkenningin, undir
eins og maður hugsar sér, að þróunin hafi eitlhvert
markmið. Sérstaklega virðist mér þróunarkenningin,
frekar en nokkur önnur kenning, gera oss það unt,
að sjá þann tilgang í tilverunni og þó einkum í
hinni sögulegu þróun, sem trúin getur ekki án verið.
Mér virðist ekki örðugra að koma hugmyndinni um
sköpunina heim við hinar miklu slökkbreylingar
þróunarkenningarinnar, ef þær eru taldar afleiðingar
af innri lögmálum lífsins og ekki af einhverjum ylri
aðvífandi lífskjörum. Og ekki er heldur nein nauð-
syn á að hugsa sér, að Guð sé altaf að skapa eitt-
hvað beinlínis. Það er jafn-guðdómlegt, þótt sköpun
þessa Ieiði óbeinlínis af öflum þeim og lögmálum,
er hann í öndverðu hefir sett. Og þar eð oss virðist,
að þekkingin ein geli ekki leyst úr hinum dýpstu
leyndardómum tilverunnar og lífsins og þá einnig
þróunar mannsins frá lægri tilverumyndum til hinna
æðri, virðist nú, sem fyr, vera nægilegt svigrúm fyrir
þá trúarskoðun, sem heldur því fram, að guðleg
starfsemi geri vart við sig að baki þróuninni og öll-
um breytingum hennar. En með því er öllu hinu
verulega haldið úr gömlu hugmyndinni um sköpun-
ina. Og eins og þegar er sagt, stendur trúnni það á
engu, hversu sköpun þessari hefir verið farið i ein-
stökum atriðum.