Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 58
52
Em. Linderholm:
IÐUNN
Mér virðist líka djúpsærri trúarskoðun vera fólgin
í þeirri hugsun, að maðurinn hafi ekki frá upphafi
verið skapaður góður og fullkominn með hinum
æðstu andlegu eiginleikum, en hafi síðan fallið í
synd og sekt og það meira að segja fyrir freisting-
ar illra anda, heldur hafi hann fyrir mikilvægar
breytingar eða bætur á eðli sínu, sem vér getum
talið stafa af guðdómlegri tilhögun, smámsaman
hafið sig frá hinum óæðri stigum þróunarinnar upp
til þeirrar menningar, sem sagan greinir frá. Ég get
ekki séð hið minsta tjón fyrir trúna í þvi, að mað-
urinn, eins og hann nú er orðinn, með þá skynsemi,
sem hann nú hefir til að bera, og þá siðferðilegu og
trúarlegu viðleitni, sem hann nú lætur stjórnast af,
haíi komist þetta ineð því að smáfika sig upp á við
og því fyrir einskonar upphefð, en elcki fyrir hrösun.
Mér virðist þvert á móti sem þessi hugmynd um
sköpunarstarfsemina sé miklu göfugri. Vera sú, sem
maðurinn er kominn af, stóð skör lægra en hann
og nær dýrinu, gat ef til vill ekki gert greinarmun
góðs og ills eða var að niinsta kosti öllu líkari óvita
barni. Maðurinn, eins og hann nú erorðinn, varð þetta
ekki fyrir neitt syndafall, heldur fyrir það, að hann
öðlaðisl skilninginn á greinarmuni góðs og ills, greindi
milli þess, sein var betra og verra í sjálfum honum.
Það liggur i auguin uppi, að samkvæmt þessari
skoðun geta ekki sýking og dauði talist afieiðingar
áf syndafalli . mannsins, heldur leiðir þetta beint af
þeim lífsskilyrðum, sem Guð þegar frá öndverðu
hefir sett lífinu hér á jörðu. Og heldur ekki get ég
séð neitt skaðsamlegt við þá skoðun, að Guð hafi
viljað þetta frá upphafi. Mér virðist einnig þessi
skoðun göfugri en sú skoðun, sem telur dauðann
hafa komið eins og eilthvað ófyrirséð. Mér er mikil
huggun að því að hugsa, að Guði hafi þóknast að
haga þessu svo með lífið hér á jörðu og að