Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 60
54
Era. Linderholm:
IÐUNN
Það á rót sína að rekja til mismunarins á og
misklíðarinnar milli þess náttúrlega og andlega í
manninum. Bæði hjá kynslóðinni og eins hjá ein-
staklingnum kemur hið náttúrlega fyrr til sögunnar
og er fyrr þroskað en hið andlega og því heíir það
yfirtökin. En þetta náttúrueðli mannsins verður sið-
ferðilega ilt og að synd, undir eins og það í ein-
þykni sinni og mót betri vitund mannsins vill láta
hið andiega, hið siðferðilega lúta sér.
Ég get ekki séð, að þessi skoðun á uppruna og
eðli syndarinnar sé ó-alvarlegri en gamla skoðunin,
svo framarlega sem maður heldur því fram í fullri
alvöru, að sálin og andlega lífið sé af guðlegum upp-
runa og þá einnig ábyrgðin á þvi, að hún sigri liin-
ar holdiegu fýsnir. Ekki get ég heldur séð, að sektar-
meðvitundin þurfi að rýrna neitt við þetta. Mér virð-
ist hún þvert á móti verða bæði dýpri og alvarlegri
svona en út frá sjónarmiði gömlu kenningarinnar
um erfðasyndina, þar sem maðurinn er látinn bera
ábyrgð á synd hinna fyrstu foreldra. Að vísu get ég
einnig þjáðst fyrir syndir feðranna, en ég ber þó að
eins ábyrgð á minum eigin syndum og ábyrgðin
lendir ekki einungis á mér, heldur og á eftirkom-
endunum fyrir breytni þeirra. Loks get ég ekki held-
ur séð, að krafan um afturhvarf og helgun verði
síður alvarleg með þessu móti. Hún verður miklu
fremur að óhjákvæmilegri nauðsyn. Sjálfsákvörðunin
til ills eða góðs verður svo að segja hvers manns
skylda. Hún er eins og liður í sköpunarverki Guðs
á manninum. Líkamssköpun hans var lokið þegar
frá alda öðli, en i siöferðiiegu og Irúarlegu tilliti
heldur helguninni áfram með hverri nýrri kynslóð,
með hverjum nýjum einstaklingi.
En með þessu eykst vonin um, að unt verði að
reisa rönd við því illa, því að þá liggur það, þrátt
fyrir alla ilsku sína, innan vébanda mannkynsins.