Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 61
SÐUNN Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 55
Menn kunna að brosa að þessu nú, þar sem hið illa
"virðist magnaðra en nokkuru sinni áður. En hversu
þungt sem mönnum kann að segja hugur um þró-
unina í heiminum og sögu mannkynsins, þá verða
■þeir að líkindum að reyna að trúa því, að hver kyn-
slóð byrji eins og einu stigi ofar en sú fyrri og að
»hið góða sigri um síðir«.
Aðhyllist menn ekki í trúarskoðun sinni hug-
myndina um þróunina, að þróunin sé frá upphafi
til enda einskonar guðdómlegt lögmál, er lýsi sér
•bæði í líkams- og sálarlífi mannsins, í lííi einstak-
lingsins jafnt og í lifi kynslóðarinnar og yíirleitt í
tnenningarlegri og trúarlegri þróun mannanna, virð-
ist alt verða tilgangslaust. Ég fyrir mitt leyti verð
að trúa á sigur þess góða, á sigur kærleikans og
■réttlætisins hjá komandi kynslóðum.
Ég skal fúslega kannast við, að dómsdags-kenn-
ingin gamla er bæði áhrifamikil og stórkostleg; eftir
að Anti-kristurinn og hið illa hefir sigrað hér á jörðu
íælur hún alt enda á efsta degi með eilífri fordæm-
ingu alls þorra þeirra manna, sem lifað hafa, en
nýjum himni og nýrri jörð fyrir liina fáu útvöldu
eftir veraldarbálið. Þetta væri að vísu áhrifamikill
sjónleikur, en virðist ömurlega tilgangslaust og í
sjálfu sér óguðlegt. Trúarskoðun minni, sem hefir
látið myndast og mótast af fagnaðarerindi Jesú, hrýs
bugur við þessari kenningu, enda virðist mér hún
standa i beinni mótsögn við andann f kenningu Jesú.
Og ekki breytti hann svo i lífi sínu við breyzka
menn og bersynduga. Og lýsingin af hinum efsta
degi ber ekki blæ af anda hans, heldur af hinum
gyðinglegu kenningum um dauðann, dómsdag og
annað líf. Enginn hugsandi maður, sem nokkuru
sinni hefir verið snorlinn af höfuðkenningunum í
fagnaðarerindi Jesú, getur fallist á þessa gyðinglegu
kenningu. Aíleiðingar fagnaðarerindisins standa oss