Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 62
56
Eid. Linderholm:
IÐUNNf
skýrar fyrir sjónum en postulunum. Og eftirkomend-
um vorum verða þær enn ljósari. Opinberun Guðs-
er ekki lokið.
Þannig trúi ég á sigur hins komanda ríkis meðal
mannanna barna. Ég hlýt einnig að beiðast þess og
trúa því, að Guð, sem hefir gefið oss öllum lifið^
muni einnig í öðru lífi geta frelsað þá, sem ekki
hafa leitað lians eða fundið hann eða hafa ekki
fengið hlutdeild i fagnaðarerindi Iírists eða hinni
hæstu opinberun Guðs, á hvaða tíma sem er, þótt
þeir frelsist ef til vill fyrst eftir þungar þjáningar og
miklar raunir. —
Með ofangreindri skoðun á sköpun mannsins, sem
einum þættinum í þróuninni, fáum vér nú víðtælcari
og dijpri slcilning á persónu Jesú og starfi í liinni
miklu siðferðilegu og trúarlegu þróun mannkynsins.
í veraldarsögunni birtist löng röð tilkomumikilla
trúarhöfunda. Koma þeir einkum fram á rneðal ísra-
elsmanna, er unnu mest að upptökum og þróun
kristindómsins. Þar ryður opinberunin sér æ betur
og betur braut upp úr fylgsnum sálarlífsins og stefn-
ir æ ákveðnar að því, að guðsmaðurinn, þ. e. mað-
urinn, sem lifir eftir Guðs vilja, geti orðið til.
Og hér er það einmilt, sem vér eigum að setja
persónu Jesú og starfsemi. í Jesú á, eftir því sem
kristnir menn trúa, hin nýja andlega sköpun Guðs
sér slað. Hann er guðsmaðurinn, sem varð að koma
í lieiminn, til þess að sköpun mannsins næði full-
komnun sinni.
Af ásettu ráði segi ég ekki, eins og trúarkenning-
in, guið-maðurinn, hetdur puðs-maðurinn. I3ví að
fyrri hugmyndin stafar frá helgisögnum heiðinna
manna, en síðari hugmyndin er siðferðilegs og trúar-
legs eðlis, sprottin upp af verulegri trúarreynslu, sem
á sér djúpar rætur bæði í spámannaritunum og í
guðspjöllunum. Guð-maðurinn hlyti að hafa fæðsl á