Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 65
’JÐUnn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 59
;guðlega opinberun. Alt líf hans, alt innræli lians,
verður þá hinu sérdræga, syndúm spilta mannkyni
*til óvisnandi heiðurs, og engin betri sönnun þess í
^sögunni, að vér, þrátt fyrir alt, séum skapaðir i guðs
raynd og eigum hlutdeild í eðli hans, sönnun fyrir
|)ví, að guðs andi eigi sín miklu ítök í manninum.
Að einn á meðal vor skuli þó hafa getað fundið og
þekt Guð og orðið sannfærður um tilveru bans, að
lians haíi verið freistað og að hann hafi þó staðist
allar freistingar, — þetta er og verður oss til mikillar
tiuggunar og undirstaða öruggrar vonar um framtíð
mannsins. Því er fagnaðarerindi Jesú líka fagnaðar-
orindið um Jesúm, jafnvel þótt vér gefum því nú
aðra og dýpri merkingu en fornkristnin og hin gamla
kenning um guðdóm Krists heíir gert. Hér skilur
Cyðingdóm og kristindóm, sem gagnstætt Gyðing-
dóminum trúir því, að Guð og Guðs vilji hafi getað
opinberast og náð takmarki sínu í raunverulegum
ananni.
En auk þessa hefir þetta, að Jesús var sannur maður,
alvöruþrungna nýja siðferðilega krö/u i för með sér til
•vor allra, sem viljum heita kristnir, og j'firleitt til allra
manna. Sé hann fæddur maður, eins og vér, hefir
lífsbreytni hans einnig skuldbindingar í för með sér
fyrir oss. Á meðan vér trúðum á liann sem dulbúinn
guð, sem ha0 farið um og gert lcraftaverk, gat lífs-
breytni hans ekki skyldað oss til neins. Vér vorum
þá löglega afsakaðir. En nú erum vér það ekki
lengur. Vissulega erum vér ólíkir að upplagi og gáf-
«r vorar og andlegt atgervi mismunandi. En þrátt
fyrir allan þenna mismun og þrátt fyrir hina stór-
breyttu sögulegu köllun vora, þá líkjumst vér hon-
tim þó í þessu, að vér erum líka menn. En þelta er
iika það, sem mestu máli skiftir; aftur og aftur
hljótum vér að spyrja oss með sjálfum oss, er vér
setjum oss lífsbreytni hans fyrir sjónir: Hvers vegna