Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 67
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 61
jafnmikils virði. En einmitt þelta hefir mönnum sézt
yfir, þeir hafa | eins og t. d. í Waldenströms deifunni]
verið að deila um sjálfa friðþægingar-kenninguna, og
þess vegna hafa þeir ekki komist að neinni niður-
stöðu. Menn vissu ekki eða hirtu ekki um að gæta
þess, að bækur ritningarinnar greina frá meira en
þúsund ára langri trúarbragðaþróun, og að þær þess
vegna hljóta að geyma margt það, sem er mjög mis-
jafnt að gildi og gæðum og ýmislegt, sem stendur í
beinni mótsögn við fagnaðarerindi Jesú; en eftir því
á að dæma alt annað, jafnvel það, sem haft er eftir
postulunum.
En að því er friðþægingarhugmyndina snertir má
greina á milli 5 mismunandi höfuðáfanga í biblíunni:
1. ) Á tímabilinu fyrir spámannatímana í sögu ís-
raels er litið svo á, að Guð líkt og alstaðar hjá
heiðingjunum krefjist einhverrar fórnar til þess að
láta blíðkast og láta af því að hefna og hegna.
2. ) í ritum hinna stærri spámanna kringum 700
f. Kr., hjá þeim Amos (780 — 40), Hósea (760—50),
Mika og Jesaja (740—700) koma fyrir ýmis uminæli,
er menn þektu ekki eða aðgætlu ekki áður við trú-
arbragðakensluna, en eru þó einhver merkilegustu
ummælin, sem valdið hafa mestum skoðanaskiftuin
í trúarbragðasögunni, en þar er því haldið fram, að
Guð krefjist ekki fórnar til þess að auðsýna mönnum
miskunn og fyrirgefa. Krefst hann þess, sem er hvort-
tveggja í sénn, einfaldara og þó þyngra: ráðvendni,
iðrunar og miskunnsemi. Sjá Ámos 5, 22, Hósea 6, g
og Jesaja 1, 11—18. Eftir herleiðinguna kemur hið
sama í ljós og þá ef til vill á enn djúpsærri hátt hjá
Jesaja II. (sjá Jes. 43, 25 sbr. 55, 7, 57, 15 — ig og
Sálmana 50, 7—15 og 51, 17 —19).
3. ) En þessi kenning spámannanna nær sér ekki
niðri. Trú Gyðingdóms og Síðgyðingdómsins lýsir sér
aðallega í musterisþjónustunni og musterisfórnunum,