Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 71
IÐUNN Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
G5
finnur í lífsbreytni Jesú til uppbótar á svo óendan-
lega miklu illu. Þrátt fyrir alla synd og óréttlæti verð-
ur manni því meiri huggun að þvi, því eldri sem
maður verður, að vita til þess, að lifað hefir verið
lífi eins og Jesús lifði og dáið dauða eins og hann
<ió. Gæzka hans og kærleikur liilmir yfir svo mikið
og »sættir« oss við veruleikann. Þessi þjáning, sem
hinn saklausi verður að þola fyrir hinn seka og einn
verður að þola fyrir annan á svo óskiljanlegan og
dularfullan hátt, er ein af meginstoðunum undir öllu
mannlegu félagslífi og sögu, og ef þetta lögmál, sem
þegar kemur i ljós hjá Jes. 53, r, á við nokkurn, þá
á það við Jesúm.
Annars ættu menn að taka eftir þvi, að þjáning
og dauði Jesú eru ekki neitt frábrugðin sjálfri lífs-
breytni hans. Hann er þá sama sinnis og áður, að
oins reyndari og ákveðnari. Menn líta og venjulegast
svo á þjáning Jesú og dauða eins og hún væri ein-
ungis wheimsins vegna«, og þó hljótum vér að kann-
ast við, að þetta miðar fyrst og fremst til hans eigin
fullkomnunar. Og fyrst þegar henni var náð, var
einnig nokkuð unnið fyrir oss. Hebr. 5, s—», 2, 17 — is.
Kvölin og dauðinn á krossinum sýna einnig, hvers
Guð getur krafist af manninum eftir skapferli hans
og innræti, hún sýnir oss hina hræðilegu alvöru, er
trúin getur af manni heimtað. Boð hennar geta náð
miklu lengra en tíu laga boðorðin. Og loks fer það
ekki eftir tegund kvalarinnar eða styrkleika, hvers
virði hún er eða hvaða afleiðingar hún hefir, þvi að
margur hefir þjáðst alt eins mikið fyrir trú sína og
meira; en verðmætið er fólgið í innræti þess, sem
þjáist, í hans persónulegu fullkomnun og sögulegu
köllun.
Með kvöl og dauða Jesú á krossinum var verk
hans fullkomnað og opinberuninni lokið. En þar með
er líka sagt, að ekki var þörf á neinni likamlegri
IÐUNN VII. 5