Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 73
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 67
arkorn í gegn um hina gyðinglegu guðfræði lians og
kenningar um upprisuna og dóminn. Hann langar til
oð fara héðan og vera með Kristi (Fil. 1, 23, sbr. II.
Kor. 5, 8). Og í þessari sömu trú og von lifa einnig
nú margir sannkristnir menn, enda þótt kirkjan láti
sér bæði trúarlííið og inntak trúarinnar á litlu standa
og kenni, að menn eigi að hvílast í gröfum sínum
til hins efsta dags. En af þvi, sem þegar hefir verið
sagt, leiðir, að vér höfum fullkominn rétt til að teija
það kristilega trú, að sálin lifi líkamsdauðann og
gangi þegar án nokkurrar líkamlegrar upprisu inn
til æðra lífs. Siðustu orð Jesú á luossinum bera þess-
ari trú um, að sálin inngangi þegar til æðra lífs í
Guði, ijósan vott. En þá er það ekki aðalatriðið að
trúa á hina líkamlegu upprisu Krists, heldur hitt, að
trúa því, að Kristnr lifi. Að því stefna líka að síðustu
frásagnirnar um upprisu hans og himnaför. En þá
er, við nánari athugun, ekkert verulegt trúarlegt tjón
að því, þótt menn hælti að trúa á kenninguna um
hina líkamlegu upprisu Krists.
Auðvitað fara menn nú að ákæra inig f}uir hina
hræðilegustu trúarvillu og draga hinar herfilegiistu
ályktanir af þvi, sem sagt hefir verið. En það verð-
ur þá svo að vera og ég læt mér á sama standa.
Að lokum skal það tekið fram um hina líkamlegu
upprisu Jesú, að það bæði er og verður mjög örðugt
að láta trú sina á æðra líf vera komna undir ein-
hverjum sögulegum atburði, sem átti að gerast. Jafn-
vel þólt hann væri vottaður af góðum sögulegum
heimildum, sem maður gæti rakið til upptaka sinna
og hefðu verið afritaðar ineð hinni mestu vísinda-
legu nákvæmni, þá væri þó trúin með þessu bygð á
lieimildum, sem unt væri að véfengja. Bókstafstrú og
bóka verður altaf haldin innri óvissu. Inntak trúar-
innar verður að vera þannig, að það þrátt fyrir það,
þótt skriflegu heimildirnar bili, verði eins og lifað á