Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 80
'74 ■
Em. Linderliolm:
IÐUNN
Fyrst og fremst verður kirkjan að slíta samband-
inu við sum löghelguð játningarrit frá fyrri tímum,
þau sem sé, sem eru ekki lengur til þess hæf að
vera sönn lýsing á trú vorri og trúarsannfæringu.
Kirkjan bæði getur og á að gefa mönnum trúfrelsi
innan vébanda hinnar krislilegu lífsskoðunar. En að
binda sig við hin sögulegu »symbol« og játningar,
sem allar eru eldri en hinar ný-guðfræðilegu rann-
sóknir, trúarskýringar hennar og trúfræði, verður
samvizku manna æ erfiðara og erfiðara, enda verður
?það æ því þýðingarlausara sem Iengra líður. Mönn-
um ber frekar að hlýða Guði en mannasetningum.
í öðru lagi verður af sömu ástæðum að endur-
skoða grandgœfilega allar bœkur kirkjunnar með sér-
stöku tilliti til þeirrar almennu niðurstöðu, er menn
hafa komist að fyrir guðfræði-rannsóknirnar. En
þetta ætti að verða til þess að koma meiri persónu-
legum sannindum inn í guðsþjónustuna og hinar
kirkjulegu athafnir og girða fyrir mótsagnir þær,
íem oft hafa viljað brenna við milli altarisins og
prédikunarstólsins. Oss bráðriður á meira samræmi
milli trúarinnar, eins og hún nú er að verða,
-og hinna kirkjulegu athafna. Sérstaklega ættu menn
að losna við hina postullegu játningu (Apostolicum)
og selja Faðir vor í þess stað. Syndajátningin ber á
sér lagasnið 15. og 16. aldar. Hámessan á sunnu-
dögum ætti að vera fyllri og tilbreytingameiri og
fara nokkuð eftir hinum mismunandi tímum kirkju-
ársins. Aulc þessa ætti í stærri . bæjum að halda
stuttar, en áhrifamiklar kvöld-guðsþjónustur, þar sem
lesið væri úr ritningunni, sungnir sálmar og leikin
kirkjulög, bæði einraddað og í kór.
Prédilcunina verður að losa sem fyrst aí hinum úr-
elta og fornfálega klafa ræðutextanna (pistils og guð-
spjalls), sem ýmist er ilt að leggja útaf eða eru
allsendis óhæfir, eins og textar þeir, er ræða um