Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 85
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. 79^-
ingu, þótt þeir breyttu ekki í neinu hinum gömlu
kenningum kirkjunnar um Krist, þá verðum vér nú,
sem staddir erum á miklu dýpri og alvarlegri trú-
hvörfum, að leggja það nákvæmlega niður fyrir oss,
hverju vér getum trúað og segja það. Ekki til þess að
leggja á oss nýtt trúarok, allra sízt í guðsþjónustunni^
heldur tii þess að gefa trú vorri einhvern óbrotinn
og ólvíræðan, sameiginlegan búning. Menn virðast
eiga heimtingu á slíku. Síðan verður reynslan að..
sýna, að hvaða haldi þessi eða þessar játningar koma.
En ætli menn sér nú að búa til nýja trúarjátningu
í líkingu við postullegu trúarjátninguna og þó þannig,
að þeir taki fult tillit til þess, sem þróunin liefir
kent þeirn, þá mun þetta reynast næsta erfitt, eins
og allir geta sannfært sig um með því að gera til-
raun til þess; og því nær ógerningur, efjátning þessi
á að ávinna sér almenna viðurkenningu. t*að er því.
einungis fyrir gagngerða áskorun, að ég nú að síð-
ustu birti játningu þá, er hér fer á eftir, en í henni
liefi ég reynt, nieð frjálslegri stælingu á postullegu
trúarjátningunni að taka fram öll helstu trúaratriðin,
sem kristileg evangelisk trú, kærleikur og von virð-
ast blása manni í brjóst.
IJað mundi þurfa langt mál til þess að rökstyðja
þessa orðhljóðan. Ég skal aðeins taka það fram hér,
að játningunni er aðallega beint til Guðs eins, en að
sambandinu við persónu Jesú og endurlausnarastarf
er þó nákvæmlega haldið svo sem einni mynd þess,
hversu Guð fari að opinbera sig og láta til sín taka
í mannkynssögunni, og einnig trúnni á það, að Guð
muni framvegis fyrir Andann halda áfram að opin-
bera sig mannkyninu til bjargar og eilífrar sálu-
lijálpar. Orðhljóðuuin er þannig:
Vér trúum á eilífan, almáltugan Guð, sem hefir
skapað alt og heldur öllu við með eilífum öflum og