Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 90
84
J. Magnús Bjarnason:
IÐUNN
þvi nO þeir geta ekki fgrirqefið. — Kirkjunni heiir
ekki tekist það f nítján aldir, að kenna mönnunum
að fjnirgefa hinar minstu misgjörðir og hinn lílilfjör-
Iegasta skoðanamun, hvað þá meira.«
»Þarna skjátlar þér, góði maður«, sagði engillinn
með mikilli hógværð. »Mennirnir geta fyrirgefið, og
þeir tyrirgefa alt, og þeir lærðu það löngu áður en
kirkjan var stofnsett. — En það er annað, sem þeir
kunna ekki (og kirkjan þarf aðrar nítján aldir til að
kenna mönnunum það); já, það er annað, sem þeir
kunna ekki (og það stendur jafnan í vegi fyrir allri
sáltaumleitun á jarðríki): Þeir kunna sem sé ekki
að biðja fyrirgefningar — hafa ekki getað lært það
— o/ því að þeir ha/a aldrei viljað brjóta odd af of-
lœli sínu.«
Þannig mælti engillinn og fór sína leið. En ævin-
týrið getur ekki um það, hvort mannkærleiksmaður-
inn var englinum samdóma um þetta atriði eða ekki.
III.
Inter pocula.
Faðirinn sat við arin-eldinn og sötraði portvín úr
litlu staupi. Sonurinn tíu ára gamall sat líka við ar-
in-eldinn og horfði á föður sinn.
»Æ, gef mér sol’tið!« sagði sonurinn.
»Nei«, sagði faðirinn; wlitlir drengir mega ekki bragða
áfengt vín«.
»En af hverju mátt þú það?« sagði sonurinn.
»Eg er fullorðinn maður«, sagði faðirinn, »ég er full-
orðinn og — kvæntur«.
Það varð löng þögn.
Og svo liðu inörg ár.
Aftur sátu feðgarnir við arin-eldinn. Sonurinn hélt
á stóru staupi hálf-fullu af sterku rommi; og á borð-
inu stóð brúsi. En faðirinn var löngu orðinn strang-