Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 92
86
J. Magnús Bjarnason:
IÐUNN
ur síðasta bitanum af nestinu: »segðu mér i trúnaði,
hvort heldur þú hefðir viljað vera: maður eða hundur«.
»Ég hefi ekki heila til þess að dæma um það,
hvort verra er«, sagði hesturinn í lijartans einfeldni;
»en ég veit það, að við hestarnir erum ekki alveg
eins hræddir við sálarlausan hund eins og við hjarta-
lausan mann«.
Hundinum þótti þetta svar svo fyndið, að hann
gat ekki stilt sig um að spangóla. En maðurinn lét
brúnir síga og sparkaði fæti til hundsins.
V.
Sársaukinn.
Einu sinni var álfamær, sem var gædd þeirri
undragáfu, að geta mælt sársauka hverrar skepnu,
sem þjáðist. Hún gat mælt jafn-nákvæmlega sárs-
auka hinnar minstu pöddu sem hins stærsta hvals.
— Einhverju sinni var hún á ferð í Mannheimum
og leiddi sér við hönd óskabarn sitt, sem var af
menskra manna kyni. Eftir nokkura stund kom hún
og barnið þangað, sem ákaflega stórt tröll lá við
veginn. Var það með brotna limu og sært til ólífis.
Það veinaði og bar sig aumlega.
»Ósköp ber tröllið sig illa; og þó er það svona
stórt«, sagði óskabarnið.
»Það finnur til«, sagði álfamærin.
»Kennir það sárt til?«
»Já«, sagði álfamærin; »það tekur út miklar
kvalir«.
»Hvað miklar?«
»Svo miklar, að því finst hvert augnablik eins
lengi að liða og þúsund ár«. — — —
Álfamærin og barnið héklu áfram þangað til að
fyrir þeim varð lítill ormur. Einhver hafði stigið á