Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 97
ÍÐUNN-
Alþýðuskólar í Sviþjóð.
Eftir
Freijstein Gunnarsson.
I.
»Ekki verður bókvitið í askana látið«. Svo segir
ígamalt máltæki, sem alþýða manna hefir frain á
sþennan dag haldið dauðahaldi í og trúað á, þótt
frekar megi segja, að það sé öfugmæli en sannmæli.
Nú á síðustu timum hafa líka flestir orðið að játa
iþað, nauðugir viljugir, að bókvit er nauðsynlegt, jafn-
vel þeim, sem ekki gera aðrar kröfur til lífsins en
'J>ær, að hafa nóg til hnifs og skeiðar. En sú var tíð-
in bæði heima á íslandi og í öllum öðrum löndum
að aðeins örlítill hluli þjóðarinnar álti kost á bók-
legri mentun. Skólar voru til að byrja með ekki öðr-
um ætlaðir en heldri manna börnum og embættis-
mannaefnum. Mjög snemma á öldum hafa menn sög-
ur af svonefndum æðri skólum og lengi fram eftir
^ru það hinir einu skólar, sem kostaðir eru af rík-
inu eða ahnannafé. Öll alþýða manna varð aftur á
móti að ganga út í lífið undirbúningslaust að því
leyti. Fræðsla í heimaliúsuin, auðvitað mjög misjöfn
-og viðast ófullnægjandi, auk þess aðhald til vinnu,
oft meira en góðu hófi gegndi, var eina veganestið
sem alþýðan fékk. Sjálfsagt þarf ekki meir en með-
alskörp jafnaðarmannsaugu til að sjá misrétti það,
sem hér hefir átl sér stað um langan aldur. Enda
bafa menn rekið í það augun fyrir löngu, og
margt og mikið hefir verið gert nú á síðustu timum
til að eyða misrétti þessu, þótt það eigi langt í land,
að fullur jöfnuður komist á.