Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 99
IÐUNN
Alþýðuskólar í Svíþjóð.
93
sem tímar liðu liefir danska fyrirmyndin meir og
meir mist gildi sitt og starfssvið og fyrirkomulag er
nú að mörgu leyti frábrugðið því, sem tíðkast í Dan-
mörku. Ýmsir fleiri unglingaskólar hafa einnig starf-
að hér í Svíþjóð um langt skeið.
En auk þessa hafa Svíar nú nýlega stigið stórt
spor fram fyrir nágranna sína, Norðmenn og Dani,
til aukningar og eflingar almennri alþýðumentun.
IJar með á ég við stofnun almennra framhaldsskóla,
sem taka eiga við af barnaskólunum og skal öllum
gert að skyldu að sækja skóla þessa.
Skal ég nú hér á eftir leitast við að gera grein
fyrir tildrögum þessa skólamáls og tilgangi og skipu-
iagi skólanna í heild sinni.
II.
Áður en ég kem að ákvæðum þeim, sem samþykt
•voru á rikisþingi Svía árið 1918, ákvæðum, sem af
sér leiða merkar og mikilvægar breytingar á alþýðu-
mentun þeirra, skal ég fyrst fara örfáum orðum um
framþróun þá og umbreytingar þær, sem fram hafa
farið hér á ýmsum sviðum þjóðfélagsins á undan-
förnum árum. þangað eiga umbótakröfurnar rót sína
að rekja, og með sérstöku tilliti til þessara framfara
og breytinga hafa bæði nefndir þær og einstaklingar,
sem unnið hafa að endurbótum skólamálanna borið
fram tillögur sínar.
Pað sem fyrst verður fyrir augum er stóriðnaður-
inn, sem vaxið hefir hröðum skrefum og stórum á
síðustu árum. Sem dærni þess má benda á, að fyrir
einum mannsaldri taldist ekki nema x/s allra lands-
manna til iðnaðar- og verzlunarmanna, en í árslok
1914 eru þeir orðnir helmingur allra landsmanna.
Á tlmabilinu 1896 —1915 heíir iðnaðarmönnum í
landinu fjölgað um 61% og á sama tíma hefir vél-
kraftur til iðnaðar sexfaldast. Ég hefi ekki nýjustu