Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 101
iðunn
Alþýðuskólar i Svíþjóð.
95
um vélaiðnað nútímans er að ræða. Annar og meiri
undirbúningur og nám verður að koma þar til.
En það er víðar en á verklega sviðinu, sem mað-
ur rekur sig á áhrif iðnaðarins á uppeldismálin. Hið
siðferðilega uppeldi hefir einnig færst úr hinum fyrrk
skorðum sínum. þau bönd, sem tengja æskulýðinn
við heiinilið eru ekki eins traust og áður var. Pess
gætir þó mest i verksmiðjubæjum, þar sem foreldr-
arnir oft og einalt eru að heiman alla daga. Uppeldi
í heimahúsum getur þar naumast átt sér stað. Þar
við bætist, að sá tíðarandi, sem nú ræður, þar sem
svo hátt er haft um persónulegt frelsi og fleira þess
háttar, mun heldur auka mótþróa æskulýðsins gegn
því að þýðast handleiðslu og hlýða ráðum sér eldri
og reyndari manna.
Loks hafa ýmsar stjórnarfarslegar hreytingar, svo
sem aukinn kosningarréttur og fieira, gert sitt til þess
að skerpa verður kröfurnar til allra einstaklinga þjóð-
félagsins bæði um þekkingu og mentun yfirleitt.
Af öllu því, sem hér hefir verið lauslega drepið á,
ætti þá að vera Ijóst, að hér verður ekki hjá því
komist, að hið opinbera eða ríkið taki í taumana og
leggi fram ríflegan skerf til uppeldis og andlegrar og
verklegrar þroskunar æskulýðsins.
Skal hér nú gerð stuttlega grein fyrir því, hvernig
hið opinbera hefir fullnægl kröfum þessum, og þá
um leið, hvernig sakir stóðu fyrir umbótina 1918.
Fyrst er þess að geta, að barnaskólarnir hafa á
síðustu áratugum tekið sífeldum framförum. Síðan
1906 má segja, að hver nefndin hafi tekið við af ann-
ari að fjalla um þau mál. Margar tillögur uin breyt-
ingar á reglugerðum skólanna og kensluáætlunum
hafa komið fram; og loks hefir nú fyrir rúmu ári
verið samþykt almenn kensluáællun fyrir alla barna-
skóla ríkisins. Er þar komið samræmi á kensluna
og öllu skipað í samfelt kerfi. Skipulag þetta gengur