Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 102
96 Freysteinn Gunnarsson: IÐUNN
í gildi srn^átt og smátt á næstu þremur árum. Reglu-
gerðin er nýlega út komin og er þar margt, sem fróð-
legt væri að athuga, en hún er heil stærðarbók og
er hér því hvorki tími né rúm til að fara út í ein-
stök atriði hennar.
Þá hafa á síðasta mannsaldri risið upp ýmsir fram-
haldsskólar, sem taka áttu við af barnaskólunum.
Má þar fyrst nefna almenna unglingaskóla (högre
folkskolor) og svo héraðsskóla með gagnfræðasniði
(Kommunala mellanskolor). Hvorirtveggja hafa átt að
vera einskonar tengiliðir milli barnaskóla og æðri
skóla. Auk þess hafa á ýmsum tímum og stöðum
verið stofnaðir aðrir sérstakir skólar, svo sem und-
irbúningsskólar til iðnaðar, hússtjórnarskólar, húnað-
arskólar, verzlunarskólar o. fl. Skólar þessir hafa
risið upp á víð og dreif og á ýmsum tímum, all
eftir því, sem þörfin krafði í það og það skiftið.
Afleiðingin er sú, að alt innra samhengi vantar.
Þeir bæta ekki hverjir aðra upp, ef svo mælti sepja.
Eru í rauninni ekki annað en molar og brot í stað
þess að vera ein samfeld heild. Auk þess er kenslan
í mörgum þessum skólum orðin úrelt og fullnægir
ekki kröfum uútímans. Ennfremur ná skólar þessir
alls ekki inn á mörg af stærstu sviðum atvinnuvega
nútímans. Síðast en ekki sízt skal þess getið, að þeir
hafa alls ekki verið skylduskólar. Það má því svo
segja, að ríkið hafl látið uppeldi æskulýðsins af-
skiftalaust eftir að barnaskólafræðslunni lauk.
Fyrir löngu hafa menn séð ágalla þá, sem hér um
ræðir, og hefir stjórnin skipað ýmsar nefndir til að
ráða fram úr þessum vandamálum. Árangurinn af
þessum nefndarstörfum varð svo frumvarp það, sem
stjórnin lagði fyrir rikisþingið 1918 um að slofna
skyldi, í samfeldu kerfi yfir land alt, framlialdsskóla,
er veiti unglingum, sem komnir eru af barnaskóla-
aldri, bæði verklega og bóklega þekkingu.