Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 105
IÐUNN
Alþýðuskólar í Svíþjóð.
99
skildum stærri bæjum mun það fyrirkomulag vel
geta blessast. Það sem fræðsluhéruðin þurfa að leggja
af mörkum, verður þá ekki annað en Ijós, hitun og
ræsting auk þeirra kenslutækja, sem við þarf að bæta.
Það eina, sem fram er lagt af hálfu nemenda er tím-
inn og erfiðið. En hér er ekki um neinn verulegan
tímamissi að ræða, þar sem skólatíminn er svo stutt-
ur, eftir lágmarkinu, ekki nema 180 stundir á ári í
tvo ár. Auk þess getur hvert fræðsluhérað fyrir sig
ákveðið, á hvaða tíma ársins og hvenær dagsins
kenslan fer fram og er það auðvitað sjálfsagt að fara
eftir ástæðum og hentugleikum nemenda og aðstand-
enda þeirra.
í sambandi við skólaskylduna var það áður tekið
fram, að til þess er ætlast, að unglingarnir gangi inn
í framhaldsskólann þegar að afloknu venjulegu barna-
skólanámi eða í kringum 13 ára aldur. Þó getur frest-
ur fengist fram til 15 ára aldurs, ef brýnar ástæður
eru fyrir hendi, svo sem vanheilsa og fleira þvi um
likt. Alger undanþága er líka hugsanleg af samskon-
ar knýjandi ástæðum, eða þá af því að unglingur
gengur í annan skóla. Þó getur efnaleysi aldrei kom-
ið til greina í þessu sambandi, því að þar sem svo
er ástatt, er hinu opinbera gert að skyldu að hlaupa
undir bagga og skulu slík fjárframlög ekki teljast fá-
tækrastyrkur. Þar með er það útilokað, að fátækt
geti hamlað nokkrum frá því að njóla undirbúnings
þess, sem skólum þessum er ætlað að veita mörgum
mönnum undir ævistarf þeirra.
IV.
Innra skipulag skóla þessara, svo sem námsgreina-
val og fleira, stendur auðvitað í mjög nánu sambandi
við tilgang þeirra. En tilgangur þeirra er aðallega
þrennskonar. í fyrsta lagi sá, að veita nemendum
almenna gagnlega þekkingu, sem enginn borgari þjóð-