Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 106
100
Freysteinn Gunnarsson:
ÍÐUNN
félagsins má án vera, í öðru lagi sá, að veita nem-
cndum bæði munnlega og verklega sérþekkingu í
þeim atvinnugreinum, sem líklegast er að verði Iífs-
starf þeirra. 1 þriðja lagi er tilgangurinn sá, að búa
nemendur undir að njóta tilsagnar í sérskólum þeim,
sem taka við af framhaldsskólunum.
Af þessum þrefalda tilgangi leiðir það, að skól-
arnir greinast í sundur í vissa flokka, og námsgrein-
ar og kensla verður silt með hverju móti, alt eftir
því, sem þörfin krefur á hverjum stað.
Þó má skifta þeim í tvo aðalflokka. í fyrri ílokkn-
um verða þá almennir framhaldsskólar, þar sem tvær
aðalnámsgreinarnar eru þjóðíélagsfræði og móður-
málið. í síðari flokknum verður aðalnámsgreinin vinnu-
fræði (arbetskunskap) auk þjóðfélagsíræði og móður-
máls, en kenslan í þeim tveimur námsgreinum verð-
ur þar ekki svo víðtæk sem í almennu framlialds-
skólunum. Þessi síðari aðalflokkur greinist svo aftur
í marga smærri undirílokka og fer sú skifting eftir
þvi, hvaða grein vinnufræðinnar er tekin til með-
ferðar. En um það ræður auðvitað mestu, hver sá
atvinnuvegur er, sem rekinn er á þeim og þeim staðn-
um. í sveitum verður t. d. mest áhersla lögð á bún-
aðarþekkingu, í kaupstöðum ver/dunarþekkingu, í
iðnaðarbæjum iðnþekkingu o. s. frv.
Hér verður hvorki tími né rúm til að fara ná-
kvæmlega út í kenslutilhögun skólanna í lieild sinni.
Skal þó lýst hér með fám orðum kenslunni í þeim
þremur aðalnámsgreinum, sem nefndar voru.
Móðurmálskenslan er bæði munnleg og skrifleg.
Lesin skáldrit bæði í bundnu máli og óbundnu, mest
frá síðari tímum. Ymislegt sögulegs efnis, nállúru-
lýsingar og mannlífslýsingar, ennfremur kaílar trúar-
legs og siðferðilegs efnis. Auk þess helztu atriði mál-
fræðinnar og æfingar í munnlegri meðferð málsins.
í skriflegu kenslunni felast bæði almennar stílæf-