Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 108
102
I’reysteinn Gunnarsson:
IÐUNN
nj’tur borgari verður að telja skyldu sína að vita
nokkur deili á. Hingað til hafa menn orðið að afla
sér þeirrar þekkingar mest upp á eigin spýtur, enda
hefir hún hjá mörgum liverjum verið í molum. Hér
er fræðslan í þessum greinum tekin inn á starfsskrá
skólanna og mun hún óefað reynast fleslum betri
undirbúningur til starfsins en margur annar útþynt-
ur fræðalestur, sem hvergi kemur daglegu lífi við.
Auk þessara tveggja aðalnámsgreina í öllum al-
mennu framhaldsskólunum eru þar auðvitað kendar
fleiri námsgreinar, svo sem náttúrufræði, landafræði,
leikfimi, handavinna o. fl.
Þá kemur hinn aðalflokkurinn, þar sem vinnufræð-
in er aðalefni kenslunnar. Eins og áður er sagt
greinist sá flokkur í margar sérstakar tegundir. Nefnd-
in, sem um málið fjallaði, hefir komið fram með
áætlun fyrir 17 slíkar legundir, og verður auðvitað
ekki liægt hér að fara nákvæmlega út í þau afbrigði
öll saman. Skal því látið nægja að fara um þau
nokkurum orðum alment. Vinnufræði í þeirri merk-
ingu orðsins, sem hér er notuð, getur í rauninni
ekki talist ein samfeld námsgrein. Hér er nfl. ekki
átt við almenna vinnuþekkingu yfirleitt, heldur nauð-
synlega þekkingu og verklega kunnáttu í ýmsum
sérstökum atvinnugreinum. Auðvitað er greining at-
vinnuveganna hér orðin svo margþætt, að naumast
er hugsanlegt, að skólar þessir nái inn á öll þau
svið, sem þar er um að ræða. En eftir því sem tím-
ar líða er það ætlunin, að greina skólana meir og
meir eftir því sem verkaskiftingin krefur.
Af þeim 17 legundum, sem nefndin telur upp, skal
hér bent á hinar helztu. Flestir verða auðvitað þeir
skólarnir, sem tilheyra stærstu atvinnugreininni, jarð-
yrkjunni. Fá koma margar iðnaðargreinar, sein hver
fyrir sig fær sérstaka skóla, svo sem námaiðnaður,
trjávöruiðnaður, járnvöruiðnaður o. 11. Auk þess raf-