Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 111
IÐUNN
Alþýðuskólar í Svíþjóð.
105
Námsgreinar eru ekki fastákveðnar. Um val þeirra
fer alt eftir því, hver sá atvinnuvegur er, sem rek-
inn er á þeim og þeim staðnum.
Til kennara veljast, að svo miklu leyti sem unt
er, að eins menn með sérþekkingu. Kennarana velur
skólanefnd, en forstöðumanninn skipar fræðslumála-
stjórnin. Ef eitt eða fleiri fræðsluhéruð stofna slíkan
skóla, hefir það eða þau rétt til að gera liann að
skylduskóla fyrir þá unglinga, sem ekki slunda nám
við aðra skóla; þó getur sú skólaskjdda ekki náð
lengra en til 18 ára aldurs. Par sem ekki eru sér-
stakir skólar fyrir stúlkur, eru skólar þessir sam-
skólar. Kenslan er ókeypis. Af launum kennara og
öðrum kostnaði greiðir ríkið 2/s, en V* greiðir við-
komandi fræðsluhérað, og ber því skylda til að út-
vega skólanum húsnæði og kenslutæki, sem fræðslu-
málastjórnin telur gild.
Skólar þessir, sem aðallega eru ætlaðir almennu
verkafólki, taka að jafnaði yfir aldursskeiðið frá 15
—17 ára.
Sem framhald af þeim koma svo ýmsir sérskólar,
llestir einærir. Eru þeir ætlaðir þeim, sem leita vilja
sér enn þá frekari sérþekkingar í sambandi við iðn
sína; sömuleiðis veita þeir þá sérþekkingu, sem nauð-
synleg er verkstjórum og yfirmönnum. Mætti ef til
vill nefna þá einu nafni iðnskóla (yrkesskolor). í
mótsetningu við lærlingaskólana eru þessir skólar al-
veg frjálsir. í sambandi við þá eiga svo að standa
námsskeið og fyrirlestrar, sem auðvitað er jafnt fyrir
alla, bæði yngri og eldri.
Hliðstæðir þessum iðnskólum eru svo ýmsir aðrir
skólar, svo sem lægri verzlunarskólar, húsmæðra-
skólar, landbúnaðarskólar, lýðháskólar o. fl., er
standa allir að eins eitt ár, og er ætlað að taka yfir
aldursskeiðið frá 17—18 ára aldurs. Þá eru enn aðr-
ir, sem taka yfir 2—3 ár, svo sem hærri verzlunar-