Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 112
106
Freysteinn Gunnarsson:
IÐUNN
skólar (handelsgymnasium), lægri iðnfræðaskólar
(leknisk fackskola) og liærri iðnfræðaskólar (teknisk
gymnasium).
Það yrði alt of langt mál hér að fara út í skipu-
lag allra þessara skóla og kensluáætlanir þeirra og
skal því látið nægja að eins að benda á þá, til að
gefa ljósara yfirlit yfir skólakerfið í heild sinni. Enda
eru þeir margir hverjir gamlir og alþektir. Hið nýja,
sem hér kemur fram, er aðallega það, að þeim er
skipað inn í kerfi þetta, þar sem hvað slyðst við
annað og hvað tekur við af öðru.
Loks skal í þessu sambandi minst á tvo nýja
skóla. Hinn fyrri er listiðnaskólinn í Stockhólmi.
Hann er ríkisskóli og er tilgangur hans að efla listir
og listaiðnað í landinu alment.
Hinn síðari er almennur iðnfræðaskóli, nokkurs-
konar yfirskóli á því sviði, og er tilgangur hans fólg-
inn í tilraunastarfsemi á ýmsum iðnaðarsviðuin; auk
þess skulu þar reyndar nýjar kenslubækur, kenslu-
tæki og kensluaðferðir o. fl. Tilgangur lians er einn-
ig sá að búa undir starf sitt kennara við lærlinga-
skólana og iðnskólana.
VI.
Alla þessa skóla, sem nú hafa verið nefndir, mætli
einu nafni nefna alþýðuskóla til aðgreiningar frá svo-
nefndum »lærðum« skólum, sem búa menn undir
háskólanáin. En svo er til ætlast, að einnig þeir skól-
ar falli inn í kerfið, og er þar með því sem næst
öllum skólum ríkisins skipað í eina samfelda lieild.
Eins og gefur að skilja verður kerfi þetta mjög
margþætt og greinist meira og meira eftir þvi, sem
ofar dregur. Skal ég nú að lokum leitast við að gefa
yfirlit yfir það í sem fæstum orðum, þó ekki verði
hjá því komist að endurtalca sumt af því sem áður
var sagt.