Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 113
3ÐUNN
Alþýðuskólar i Svíþjóð.
107
Sameiginlegur fyrir alla er smábarnaskólinn, sem
lekur yfir 8. og 9. aldursár. Þá kemur almennur
harnaskóli, en þegar við 10 ára aldur skiftast leiðirn-
ar. Taka þá við mentaskólarnir fyrir þá, sem eiga
að ganga mentaveginn. IJeir standa í 9 ár og enda
tneð stúdentsprófi við 19 ára aldur. Efstu bekkirnir
4 svara lil lærdómsdeildarinnar heima og skiítast í
2 deildir, stærðfræðis- og máladeild. í þessu sam-
bandi skal þess getið, að nú situr nefnd á rökstól-
unum að ræða breylingar á fyrirkomulagi þessara
skóla. Er þar aðallega um tvær nýjungar að ræða.
Onnur er sú, að gera fullnaðarnám í barnaskóla að
undirstöðu mentaskólanámsins og styttist þá náms-
tíminn í sjálfum mentaskólanum. Hin er sú, að skifta
lærdómsdeildinni í fleiri deildir með tilliti til há-
skólanámsins.
Við 10 ára aldur byrja einnig almennir kvenna-
skólar, sem standa í 8 ár.
Hjá þeim, sem haldið hafa áfram barnaskólanámi,
•er því að jafnaði lokið við 13 ára aldur. Þá er um
þrjá skóla að ræða.
í fyrsta lagi eru almennir gagnfræðaskólar, sem
slanda í 4 ár. Burtfararpróf úr þeim veitir rétt til
inngöngu í 1. bekk iærdómsdeildar mentaskólanna.
í öðru lagi eru almennir unglingaskólar, sem
standa í 1—4 ár. Kenslan í þeim verður hér eftir
sniðin eftir kenslunni í íramhaldsskólunum, sem lýst
•er hér að framan.
í þriðja lagi koma svo frumlialdsskólarnir, sem
slanda í 2 ár, frá 18 —15 ára aldurs eins og áður
er sagt.
Af þeim taka við lærlingaskólarnir í 2 ár, frá 15—17
ára aldurs. Fyrir þá, sem lengra vilja lialda, koma
svo hinir ýmsu sérskólar, svo sem iðnskólar, verzl-
unarskólar, búnaðarskólar, húsmæðraskólar, lýðhá-
skólar ofl., standa allir í eitt ár. Loks eru lægri iðn-