Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 114
108
Freysteinn Gunnarsson:
IÐUNN:
fræðaskólar og hærri verzlunarskólar, sem standa í
2 ár. Að síðustu eru hærri iðnfræðaskólar, sem með-
al annars eiga að búa menn undir háskólanám í
verkfræði.
VII.
Þótt hér hafi verið farið fljótt yfir sögu og aðeins
drepið á helstu atriði skólareglugerðarinnar frá 1918,
þá mun þó flestum skiljast, að hér er um stórvægar
endurbælur að ræða. Og svo framarlega sem fram-
kvæmdir málsins fylgja áætlun, má ganga að því
vísu, að endurbætur þessar muni hafa stórþýðingu,
fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa og atvinnu-
líf í landinu, auk þess og þar af leiðandi fyrir þjóð-
félagið í heild sinni.
En hér liggja mörg spor og erfið milli ákvörðun-
ar og framkvæmda. þau spor eru flest óstigin ennþá.
Slíkar breytingar sem þessar gerast ekki á einum
degi, enda eru ætluð 5V2 ár til þess að koma þessu
nýja skipulagi á. Lögin gengu í gildi 1. júlí 1919 og
við árslok 1924 eiga skólarnir að vera teknir til
starfa alment og öllum liöfuðatriðum reglugerðarinn-
ar fullnægt.
Auðvitað munu mörg vandamál koma til greina í
sambandi við framkvæmdir málsins og kröfurnar til
þeirra, sem um þær sjá, verða óteljandi.
Eitt af því, sem mest er um vert, þegar til fram-
kvæmdanna kemur, er mentun kennaranna. í þvi
sambandi hafa þegar verið gerðar margar og miklar
ráðstafanir, sem ofiangt yrði hér upp að telja. Án
efa standa Svíar fremstir af nágrannaþjóðunum að
því er kennaramenlun snertir, enda er miklu til henn-
ar kostað. Skulu hér sýndar tvær tölur sem merki
þess, að þeir sem með völdin fara álíta þar'ekki um
hégómamál að ræða. Árið 1921 veitti ríkisþingið til
framhaldsnáms kennara 474,880 kr. og sama ár veitti
það til ferðastyrks kennurum 99,500 kr.