Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Qupperneq 117
111
Einstein.
IÐUNN
Leverrier’s (1811—77), sem með penna sínum og
útreikningum fann jrzlu stjörnuna í sólkerfi voru,
áður en nokkur maður hafði séð hana. Hann réð
það af ýmsum truflunum á farbraut Úranusar,
yztu reikistjörnunnar, sem þá var kunD, að tit mundi
vera stjarna enn utar, og með hinum flóknu aðferð-
um, sem stjörnufræðin beitir, í þessu falli með þrí-
hnatta-aðferðinni (Drei-Körper-ProblemJ, tókst
honum að reikna það út, hvar stjarna þessi ætti að
finnast. Árangurinn af útreikningum sinum tilkynti
hann svo stjörnuturninum í Berlín, sem þá þótti hafa
einna fullkomnust athugunartæki, árið 1846. Og nú
kom það dásamlega fyrir, að að kvöldi þess sama
dags, sem tilkynningin kom, fann stjörnuskoðarinn í
Berlín, Gottfried Galle, hina nýju reikistjörnu
því nær nákvæmlega á sama stað og Leverrier hafði
sagt, að hún ætti að vera — það munaði eitthvað
hálfri tunglsbreidd. Þannig hremdi þá stjörnukíkirinn
í Berlín þenna útvörð sólkerfis vors, eftir tilvísun
manns í París, sem hafði setið innan fjögra veggja
með cirkil sinn og boga og ekki dottið í hug að líta
upp á liimininn, en hafði leitt þetta út af því, sem
liann þegar vissi. Hin nýja stjarna var heitin Nep-
tunus.
Þetta var nú næsta furðulegt. Útreikningarnir þóttu
alveg snildarlegir; en þó stóðu þeir föstum fótum í
veruleikanum; þeir voru ekki annað en rökrétt af-
leiðing af þeim lögmálum sljörnufræðinnar, sem
þegar voru fundin, að eins enn ein dásamleg sönnun
þeirra. Athugunin, reynslan sannaði, að útkoman var
rétt. En þótt útreikningar þessir væru svo dásamleg-
ir, þá hafði Leverrier alls ekki fundið lögmálin; hann
bygði aðeins rökrétt ofan á það, sem hann þekti og
vissi.
En nú nýlega hefir nokkuð komið fyrir, sem er
enn dásamlegra. Við athuganir sinar á himinhvelfing-