Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 118
1EUNN
Alex. Moszkowski:
112
unni höfðu menn komist á snoðir um smávægileg
afbrigði frá lögmálunum, sem ekki urðu skýrð og
menn gátu ekki fest hendur á með aðferðum binnar
eldri aflfræði. Varð að finna einhver ný sjónarmið til
skýringar á þeim, sem ef til vill gjörbreyttu undir-
stöðunni undir hinni eldri skoðun manna á heimin-
um, bæði í stóru og smáu, bæði að því er snerti
farbrautir hinna stærstu himintungla og farbrautir
hinna smæslu, ósýnilegu efniseinda. Með því að
skygnast ofan i liinstu hyldjrpi tilverunnar varð að
reyna að fullkomna svo heimsskoðun þá, sem þeir
Kopernikus, Galílei, Kepler og Newton höfðu bjálp-
ast að að mynda, að hún kæmi keim við hinar ná-
kvæmustu athuganir. Og hér er það, að Einstein
kemur til sögunnar.
Svo léttilega sem yzta reikistjarnan, Neptún, hafði
samið sig að lögmálum þeim, sem þegar voru kunn,
jafn þrjózk og þverúðarfull virtist insta reikistjarnan,
Merkúr, vera gegn hinum nákvæmustu útreikning-
um. Athuganir sýndu, aö ofurlitlu skakkaði á þeim
og útreikningunum, og þessi skekkja, svo smávægi-
leg sem hún var, varð ekki skýrð út frá hinum
þektu lögmálum og virtist því hafa einhvern óskilj-
anlegan leyndardóm að gejrma. Sólkeríið var ekki
kannað lil grunna. En í hverju lá skekkjan? í ofur-
litlum boga-mismun, sem Leverrier hafði líka fundið,
en enginn til þessa liafði getað skýrt. Það sem um
var að ræða voru 45 ofursmáar bogalengdir — svo-
nefndar bogasekundur — sem þó ekki gerðu vart
við sig á mánuðum eða árum, lieldur á heilli öld.
Svo miklu, eða öllu heldur svo litlu, skakkaði á
Merkúrsbrautinni skv. athugununum frá því, sem
lögmálin sögðu, að ætli að vera. Nú voru athugan-
irnar hinar nákvæmustu og úlreikningarnir einnig,
hvað þá? —
Jú, þar af leiddi, að eilthvað, sem enn væri óþekt