Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 119
JÐtJNN
Einsteia.
113
og órannsakað, hlyti að liggja fólgið í gangi himin-
tunglanna. Þegar hinn áður ókunni Neptún, olnboga-
barn sólkerfisins, kom í Ijós, hafði hann staðfest
reglur þær, sem fundnar voru. En kjöltubarn sólar-
innar, Merkúr, virtist gera uppreisn gegn þeim.
Hinn franski stærðfræðingur, Poincaré, hafði
bent á þetta í fyrirlestri einum í Berlín 1910 og sagt.
að hér væri verkefni fyrir hina nýrri aflfræði að
spreyta sig á. Og í sama fyrirlestri gat liann einmitt
Einsteins lofsamlega, sem þá var flestum ókunnur.
Sagði hann, að menn yrðu að reyna að finna orsak-
irnar að misfellunum á Merkúrsbrautinni og ef til vili
gæti hin nýrri aflfræði fundið ráðninguna á þeirri
gátu. Pangað lil gæti maður ekki annað sagt en að
hún »stæði ekki í beinni mótsögn« við hinar stjörnu-
fræðilegu alhuganir, eins og hin eldri skoðun virtist
gera.
Um það leyti, sem þetla var mælt, var skýringin
að fæðast. Og 5 árum síðar, þann 18. nóvember
1915, lagði Albert Einstein, sem þá var orðinn
prófessor í Berlín, þótt hann að eins væri 36 ára að
aldri. skýrslu fyrir Hið prússneska vísindafélag, þar
sem hann sýndi fram á, að ef menn aðhjdtust hina
almennu afstœðis-kenningu hans sem hina einu full-
gildu undirstöðu undir öllum gangi himintunglanna,
væri unt að skýra þessi afbrigði Merkúrsbrautarinn-
ar svo nákvæmlega, að naumast gæli skakkað broti
úr bogasekundu.
Hér mnndi nú margur hafa til að segja: Vilduð
þið þá ekki gera svo vel að skýra svo fyrir mér af-
stæðis-kenninguna, að ég geli skilið hana. Og sumir
kynnu ef til vill að vera enn heimtufrekari, vilja fá
fullnaðarskýringu á henni i fáeinum setningum. En
það væri eitthvað svipað því og að vilja fá yfirlit
yfir alla mannkynssöguna á nokkrum blaðsíðum eða
i einni stuttri blaðagrein. En jafnvel þótt nóg rúm
löunn VII. 8