Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 121
IÐUNN
Einstein/
115
ins, og þá ekki siður nýmæiinu um tímá-rúmið, þar
sem litið er á tímann sem vídd í rúminu, svo að úr
því verður einskonar fjórvítt rúm. Einstein hetir nú
brej'tt svo líkingum Newtons og fullkomnað þær, að
þær gilda ekki að eins, eins og áður, að inestu leyti,
heldur og að öllu leyti, svo langt sem athugun manna
nær. Mætti ef lil vill segja, ef lögmálum Newtons
væri líkt við lugabrot, að Einstein hefði bætt við
þau svo mörgum decimöium, að þau væru orðin
full-nákvæm. Hann gæli því sagt eitthvað sviplíkt
eins og sagt var endur fyrir löngu í öðrp sambandi,
að hann væri ekki kominn til þess að uppheíja lög-
málið, heldur til þess að fullkomna það. Og því er
það hreinn og beinn misskilningur, ef menn halda,
eins og sést hefir og sagt hefir verið á prenti, að
Einstein hali kollvarpað kenninguin Newtons, hann
hefir fullkomnað þær. Enda sést þetta bezt á því,
sem Einstein sjálfur hefir sagt og ritað um þetta.
í skýrslu þeirri, sem liann gaf prússneska Vísinda-
félaginu, komsl liann svo að orði, að sverfa yrði fín-
asta oddinn á skilningstæki það, sem Newton hafði
lálið okkur eftir. Nú »yddir« einmitt stærðfræðing-
urinn fíinstein formúlur Newlons með því, sem nefnist
»elliptiskt integral«. En það er svo skrítin og ílókin
»fígúra«, að sá maður er enn ekki í heiminn borinn,
sem gæti gert það alþýðu manna skiljanlegt.
En nú'stóð það þar. Og nú málti fara að reikna
út frá því. En áður en sagt verður frá niðurstöðunni,
sem Einstein komst að, er ef til vill rétt að fara
nokkrum orðum um spotbauginn, farbraut allra reiki-
stjarna umhverfis móðurhnetli sína, sólirnar. Spor-
baugurinn er allangur baugur. Lengdaröxull hans
Hggur um hann, þar sem hann er lengstur, en breidd-
ar-öxullinn, þar sem hann er breiðastur, lóðrétt á
•lengdaröxulinn. A lengdaröxulnum eru tveir brenni-
deplar, liægra og vinstra megin við breiddaröxulinn,