Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 128
IÐUNN
Alex. Moszkowski:
122
í öllum lofstöfum blaðanna heyrðust og einstakar
hjáróma, fjandsamlegar raddir. Einstein tók þessu
ekki einungis reiðilaust, heldur ineð nokkurskonar
veiþóknun. því að satt að segja hálf-velgdi hann við
hlaða-iofinu, bauð við því eins og dansmeyja-dálæti
þeirra. En hilt kom honum eins og krydd i matinn,
ef hann úr einhverju blaðskotinu varð fyrir árás,
hversu ástæðuláus, sem hún annars var, því að þar
mátti þó heyra lijáróma rödd i öllum þessum lof-
semdaklið. Einu sinni sagði hann meira að segja um
einn andmælanda sinn, sem skar nej’ðarlega úr:
»Nú, maðurinn hefir rétt fyrir sér«. Og þetta sagði
hann svo ylirtak blátl áfram. En menn verða að vita,
livað Einstein er ákaflega uinburðarlyndur, til þess
að geta skilið þelta. Einnig Sókrates gat lekið máli
andslæðinga sinna. —
Við snerum nú aftur málinu að því, sem við höfð-
um byrjað á, og ég spurði hann, livort hann sæi
engin ráð til þess að gera jreim, sem ólærður væri
1 eðlisfræði, geislabeygjuna skiljanlega.
Einstein svaraði: Það má gera mönnum jietla
skiljanlegt, svona á ylirborðinu. Og um leið og hann
gerði nokkur strik á pappírsblað, sem ég ætla að
reyna að Ij'sa hér í orðum, fórust honuin orð —
svona hér um bil — á þessa leið:
Þessi ferhyrningur táknar þverskurð af lokuðutn
kassa, sem rnenn geta hugsað sér einhversstaðar úti
í geimnum. Inni i honum býr eðlisfræðingur, sem
er að gera athuganir og dregur ályktanir sínar af
þeim. Meðal annars gerir hann þá athugun, sem
öllum er jafn-kunn, að sérhver hlutur, sem ekki
hvílir á neinu, t. d. sleinn, sem dettur úr hendi
manns, dettur niður á við með sí-auknum hraða.
Hann getur nú skýrt þetta með tvennu móti.
Annaðhvort getur hann ætlað — og j>að er hverj-
um manni næst að halda -- að kassinn hvíli á yfir-