Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 133
IÐUNS’
Einsíein.
127
viki einu orði að því, sem hann hafði gert, sem var
enn dásamlegra. Og mér skjátlast naumast, þólt ég
segi, að hann hali þá ekki verið að hugsa minstu
vitund um hina nýju hreyfi-fræði sína né hversu vel
hún hafði verið slaðfest með ljósrannsóknum þess-
um; miklu fremur kom þar sú lyndiseinkunn í ljós,
sem gerir svo títt vart við sig bæði hjá barninu og
afburðamanninum: hin barnslega aðdáun. Lislfengi
myndarinnar hreif hann og þá eklci síður sú hugsun,
að himininn hafði »setið þarna fyiir« i allú sinni
(iýrð og mikilleik.
Á þessum degi höfðu hinar fjarstu sólir lagt sina
gullnu síma, geislana, utan um sól vora, á meðan
hún sjálf í myrkva sínum leit út eins og norðljósa-
kóróna. Mannsaugu horfðu að baki myndavélum
sínum á þenna atburð héðan frá jarðríki, og með
rnyndatöku sinni áttu mennirnir að sanna það eða
að afsanna, hvort mannsandanum væri það fært með
rökrétlri hugsun sinni, bygðri á nákvæmri þekkingu,
að segja fyrir um liina smávægilegustu hluti, sem
gerðust þar úli i himingeimnum. Og sjá, það tókst
að sanna þetla á liinn dásainlegasta hátt. Þar skeik-
aði ekki um hina minstu inælanlega einingu, sem
er orðin miklu minni en hársbreiddin. Og því mun
jafnatr héðan í frá litið svo á, að þann 29. mai 1919
hafi mannsandinn unnið einhvern sinn mesta og
glæsilegasta sigur. Á þeim degi sannaðist það, að
andi afburðamannsins, senr með þlífðarlausri ná-
kvæmni framfylgir rökréttri hugsun sinni, bygðri á
raunréttri þekkingu, er hin nákvæmasta skuggsjá al-
heimsins. Á þeim degi leiddi Albert Einstein það verk
til lykta, sein þeir Kopernikus, Kepler, Galílei og New-
ton höfðu borið fram til svo mikillar fullkotnnunar. Á
þeim degi sannaðist út í yztu æsar, það sem Ein-
stein hafði sagt fyrir um wsamhljómun himnanna«.
Og á þeim degi sannaðist það, sem er kjarninn í