Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 135
IBUNN
Einstein.
129
og afstöðu þess, hvers til annars, sem er á hreyf-
ingn. En alt er á hreyfingu, og alt er hvað öðru
afstætt; þess vegna breytast allar mælingar okkar
nokkuð eftir því, hvernig á stendur, hvernig hið
svonefnda »hreyfi-kerfi« er.
[Þýtt úr saninefndu, þýzku riti. — A. H. B.J.
Fórn frúarinnar,
Reykjavikur-saga.
Efiii- Gunnar Arnason frá Skútustóðuiu.
Frú Molly hvílir á legubekknum i viðhafnarstof-
unni, með danskan »róman« i hringskreyttri hend-
inni. Svarti silkikjóljinn lafir ofan á rósofna gólfá-
breiðuna, og snotru perlubrj'ddu skórnir standa lítið
eitt fram af bekkjarbrúninni. Hárið, sem er haglega
sett upp, legst svolílið fratn á hið bogadregna og
slétta enni frúarinnar. Andlitsliturinn er mjallhvítur
— ef til vill dálítið óeðlilega — og ekki minsti roða-
blær á kinnunum; drættirnir dálítið mæðulegir, aug-
un háifsljó og deyfðarleg.
Hún er búin að hlaupa yfir upphaf og endi sög-
unnar, meira hirðir hún ekki um að iesa, að minsta
kosti ekki í bráð og örlítill geispi laumast út á milli
rauðra, mjúkra varanna; en frúin gripur hægt um
munninn, eins og hún sé að gera geispanum sem
allra erfiðast fyrir.
Sólin skín beint inn um gluggann, milli skraut-
legra tjaldanna, og það er heitt og angandi loft í
stofunni, svo hún mókir letilega um stund með hál.f
opinn munn og augu.
Iðunn VU. 9