Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 136
530
Gunnar Arnason:
IBUNN
þá flýgur henni aU í eimi í hug, að það vaeri anzi
gaman að fá sér svolítínn »spásserlár« í góða veðr-
inu, en — ein getur liún ekki farið, — það er alls
ekki viðeigandi og þar að auki drepleiðinlegt að
rangla ein um göturnar; — bara að frú Jónsson væri
nú heima.
Og hún rís hægt og tígulega upp úr hægindínu,
strýkur sem snöggvast með höndinni niður eftir kjóln-
um, gengur að símanum og hringir.
— Er það miðstöð? — Takk fyrir 999. —
Hún bíður, geispar lílið eiit aflur, og hringir á nj'.
— Já, viijjið þér gjöra svo vel og gefa mér níu-
níutíu og níu. —
— Sælar. Er frúin við? Viljið þér ná í hana fyrir
mig sem snöggvast? Þakka yður fyrir. —
— Hver er það með leyfi? —
— Komdu blessuð og sæl góða, það er Molly.
Fyrirgefðu ómakið. líg ætlaði bara að láta þig vita.
að ég sit ein heima. Stúlkan er úti með barnið og
maðurinn á skrifstofunni. Elsku, þú æltir nú að lita
inn sem snöggvast og drekka með mér svolftinn
kaffisopa. —
— Góða bezta, það er ekki minsta fyrirhöfn, kann-
an stendur á gasinu. Og svo göngum við svolítið út
á eftir, veðrið er svo himneskl. Ég hefi ekki kotnið
niður í bæinn síðan í gær. —
— þakka þér fyrir, þú gerir það þá, góða. Mað-
urinn kemur ekki fyr en sjö af kontórnum. —
— Hún er að slá 4. —
— Blessuð og sæl á meðan. —
Hún hringir af, legsl síðan aftur á legubekkinn og
mókir á nj\
Frú Jónsson var bezta vinkona hennar. A æsku-
dögunum höfðu þær verið saman í Kaupmannahöfn
og þektu hvor aðra niður í kjolinn. það var því
engin furða, þó þær skytust æði oft á inilli húsanna,