Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 138
132 Gunnar Árnason: ' ibunn
— Heíir þú bakað þessa sandköku sjálf? — hún
er svo framúrskarandi góð. —
— Já, elsku, taktu eitt stvkki tii. í’ú snertir þetta
varla. Ég kaupi eins lítið og ég get úr wbakaríunuma.
Stúlkan sem ég heíi núna er svo reglulega flínk að
búa tii allskonar bakkelsi. —
— Ó, blessuð, ekki að helia meiru í bollann. Þú
ætlar nú alveg að sprengja mig. —
— Nei, þelta er ekkert, svolítill kerlingarsopi; gerðu
það nú almennilega sætt, væna, og settu nóg af rjóma
út í. Hann er máske farinn að súrna síðan í gær.
Ég fekk engan hjá kerlingunni í morgun. —'
— Bíddu við, ég sæki þér svolítið út í. —
— í guðanna bænum ekki meira. Takk. Takk, þú
gerir inig fulla. —
— Voða er þetta »pæn« kökubakki, hefir þú fengið
hann nýlega? —
— Já, ég keypti hann hjá Auran & Co. í gær, mér
þótti hann svo »sætur« og svo á hann svo vel við
bollana. —
— Já, reglulega. Heldurðu að þeir hafi fleiri? —
— Ekki af sömu gerð, en marga álika. Þú ættir
að fá einn í tíina. —
Og frúrnar súpa siðustu sopana.
Frú Molly sækir þeim svo cigarettur og þær reykja
um stund í »ró og mag«.
— Hefir þú verið á fundi nýlega? — spyr frú
Molly.
— Já, í fyrrakvöld. Það er svo indæll miðill, sem
við höfum núna. Eg talaði við Stein. —
— Ja svo. En að þú skulir geta verið »spent« fyr-
ir slíku. —
— Ó, góða, inaður verður að fyígjast með, og svo
eru líkurnar iniklar. — Og þú ættir bara að koma
í kirkju til séra Haraldar, það er bara fínt að hlústa
á hann. —