Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Page 139
IÐUNN
Fórn frúarinnar.
133
— Jæja. — Molly geispar ofurlítið.
~ Heyrðu, — segir frú Jónsson, — getur þú ekki
■vísað mér á neina stúlku núna, ég er i hreinustu
vandræðum. En ég vil fá einhverja, sem er húsvön
og ekki mikið úti á kvöldin. Stina greyið er nú ófrísk.
Jþelta hafa þær upp úr, mér liggur við að segja, béf-
uðu stúkuhallarenslinu. —
— Svo, er hún vanfær skinnið? þetta er geðsleg
stúlka og öllum getur orðið það á að hrasa. —
— Já, en þær ættu nú bara ekki að gefa sig út
fyrir að »þéna«. í*að er blátt áfram að svíkja mann.
En veiztu af engri? —
— Nei, en við getum rétt hugað í »Vísi«. —
. Frú Molly tekur »Vísi«; af gömlum vana byrjar
bún fyrst á kvikmynda-auglýsingunum.
— Far vel þú stulla sumar. — Leikið af fyrsta
flokks leikurum á Gamla Bío. íslenzkar kvikmyndir
af lífinu í Reykjavík og gamanleikur á eftir í Nýja.
Bío. —
— En hvað það eru altaf hversdagslegar myndir
hér á Bíó. —
— Fjalla-Eyvindur leikinn kl. 8 — les frúin áfram
— helir þú séð hann? —
— Nei, en það kvað vera gaman að honum. Eig-
um við að fara á bann í kvöld? í*að er í síðasta
skiftið. Alþýðusýning? —
— En, kæra, þú ætlast þó ekki til að við förum
að fara á Alþýðusýningu. Má ég bara vera fií —,
ínnan um eintóma bolsjewikka — nei, þú meinar
það ekki. —
— Nei, auðvitað ekki. — Rað er engin vinnukonu-
auglýsing hér. —
Vindlingarnir eru nú brunnir til ösku og frú Molly
fer fram með bakkann. Pá labba þær út vinurnar.
Bændur að koina í kaupstaðinn ineð kerrur sínar,
stöðva frúrnar eitt augnablik úti fyrir húsdyrunum.