Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 140
134
Gunnar Árnason:
IBUN'M
— Ó, finst þér það ekki »vemniilegt«, — hrópar
fru Jónsson og tekur fyrir nefið — að maður skuli
ekki geta komið út fyrir dyr, án þess að eiga það
á hættu, að vera ekin um koll af þessum súkkulaði-
vögnum. Og hvað þeir eru »ólekkrir« og »ódannaðir«
þessir sveitamenn. Sífelt skítugir og ólundin skín út
úr þeim, ogsvo durgslegir í þessum vaðmálsjússuin. —
— Þeir hafa nú svo mikið að gera, aumingjarnir, og
um annað að hugsa en að pússa sig —, svarar frú
Moliy, — maður má nú ekki altaf laka eingöngu tillit
til sin. —
Ungur maður gengur framhjá þeim og lyftir ílos-
hattinum af gljákembdu liárinu, spengilegur á vöxt og
raeð nefgleraugu, regingslegur og veifar gullbúnum staf.
— t*að er bara »sætur« piltur, hann Jón, — segir
Jfrú Mollv.
— Já, hann er reglulega »huggulegur«, minnir tals-
vert á guðfræðiskandidat í Höfn. Manstu eftir hon-
um Molly? —
Það dregur eins og bleikan blæ yfir kinnar frúar-
innar og hún hnyklar þóttalega brýnnar.
— Já, auðvitað geri ég það. Var það nokkuð meira? —
— Ekkert nema livað hann var dálítið skotinn í þér
góða, — segir frú Jónsson, og hún drepur á sam-
vistir þeirra i Tivoli, leikhúsunum og öðrum skemti-
stöðum i Höfn.
— Jú — frú Molly kannaðisl við það.
— En manstu eftir »officeranum«, frú Jónsson, sem
heimsókti þig slundum eftir sólarlagið. Gullbryddi
einkennisbúningurinn íór honum skrambi vel og svo
var hann svo reglulega spaugsamur. Þú varst víst
dálitið »spent« fj'rir honum um tíma; — eða til hvers
voru þessi bréf, sem þú iðulega laumaðir í póst-
kassann formiðdagana, þegar þú fórst út á kvöldin?
Þú þarft ekki að vera að roðna. Nú ert þú frú
Jónsson. —