Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Síða 141
IÖUSN
I'órn frúarinnar.
135
— Nei, hætlu nú Molly; manstu þá eftir auglvs-
ingunum, já, giftingarauglýsingunum, sem þú varst
ad setja i blöðin? Staður og stund ákveðin, og þó
þorðir þú aldrei út úr felustaðnum, þegar til kom.
f*eir voru þó aHs ekki allir svo »nálegir« og sumir
loðnir • um lófana. því varstu að narra þá? Aldrei
varst þú nörruð, auminginn. Og hvernig er það með
þessa peninga, sem þú ert stöðugt að senda utan,
síðan þú sigldir um árið. Það eru þó vænti ég eng-
in eftirlaun? —
— Þú vei/t vel, að ég sendi frænku þá fyrir við-
tökurnar; þér er alveg óhætt að hætta við slíkar
slettur. Ekki þarft þú að eyða aurunum í börnin.
f*að er gott að vera læknisfrú. En er þér hætt að
þykja yndislegt inni við EHiðaárnar? —
— Ég sé ekki að börn komi þessu máli við, og
oft sérð þú af slráknum þinum, þó þú eigir hann.
Ekki veit eg betur. En hugsarðu aldrei um Reyni?
Efnilegasta íslenzka stúdentinn, sem þú hefir eyði-
lagt. Hvað segir þú um það, Molly? —
í sömu andránni er það. Þær eru að koma út úr
Ingólfsstræti, frúrnar, niður Laugaveginn. Pá kemur
maður á móti þeim fyrir hornið, úíinn og ræfilsleg-
ur til fara, en fríður sýnum og kynlega gáfulegur,
ennið hvelfl og augun brenna.
— Hvor har du værel i Nat? — raular hann eða
öllu heldur hálfblislrar, svo það heyrist álengdar.
Hann gengur all-keikur, en j)ó þunglamalega.
Þá kemur hann auga á frúrnar rélt hjá sér.
Hann er Moliyar megin og hún ætlar að vikja
undan, en bann stanzar, grípur um handlegg henn-
ar og segir hægt, um leið og hann tekur ofan.
— Sæli nú, sæta rika Molly. Hvernig líður þér í
vörnnum? Eru þær ekki þurray. Kariotsvarirnar,
Molly? —
Þögul og föl sem liðið lík horíir frúin niður fyrir sig.