Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Side 142
136
Gunnar Árnason:
ÍÐUNN
Þá segir hún lágt eins og með herkjum.
— Reynir! —
Það er likt eins og helt sé yfir hann köldu vatni
og renni af honum á einu augnabragði. Hann sleppir
handlegg hennar; hún ætlar að halda áfram, þá
stöðvar hann hana á ný.
— Heyrðu, fyrirgefðu mér. Eg var fullur. IJú ert
engill. Pú ert hreinasti engill, Molly, þú ert bara alin
upp í helvíti. Þess vegna verður þú að skreyta þig
fölskum fjöðrum, svo púkarnir rifi þig ekki i sig.
Alveg eins og rjúpan skiftir um ham eftir árstíðum,
svo mennirnir drepi hana ekki eða ræni eggjunum.
En þú ert engill, Molly. Fyrirgefðu. —
()g hann skundar leiðar sinnar.
— £*arna fékstu það. Varirnar frá Kariot. —
— Hættu, frú Jónsson. —
— Engill, alinn upp í helvili, rjúpa sem liggur á
eggjum. En það grin, er það ekki kostulegt, ha,
ha, ha! —
— Frú Jónsson. — Molly stansar og réttir úr sér,
— þú segir ekki meira í mín eyru. Jafnvel bezta
vinkona getur ekki sagt alt. Hér á eftir gelur þú
keypt þér kaffi fjrrir Gróusögur annarsstaðar en í
minu húsi. Þeim ferst sízt að rífa fötin utan af öðr-
um, sem naktir standa fyrir. Við þekkjumst ekki
lengur. —
Og hún kinkar kolli og heldur leiðar sinnar.
— Molljr, þú meinar það þó ekki, Molly! Skárra
er það nú »fornermelsið«, pó maður geri að gamni
sínu. —
En Molly heyrir ekki til hennar. Hún litrar frá
hvirfli til ilja og alt snýst fyrir augum hennar.
Loks stanzar hún fyrir framan slóran glugga, —
það er skemmuglugginn hans Haraldar, — til að
átt^ sig. Hún nær sér smátt og smátt. Hlutirnir
skýrast í kringum hana. Hún reynir líka að bugsa